CNBC segir að í hlaðvarpsviðtali, sem var birt nýlega, hafi Randolph sagt að það hafi ekki verið mikil vinna sem kom honum á toppinn og að það hafi ekki verið mikil vinna sem tryggði Netflix þá stöðu sem efnisveitan hefur í dag. Það sem kom honum á toppinn og Netflix í þá stöðu sem fyrirtækið er í núna er að hlutunum var forgangsraðað.
Hann sagði að í upphafi starfsferilsins hafi hann verið haldinn fullkomnunaráráttu og hafi alltaf tékkað allt tvisvar til að fullvissa sig um að hlutirnir væru fullkomnir áður en þeir komu fyrir augu viðskiptavina Netflix. En hann segir nú að það séu ekki smáatriðin sem skipta máli þegar upp er staðið.
„Þú missir ekki af viðskiptum klukkan 2 að nóttu af því að þú fórst ekki yfir leturgerðina. Þú missir af viðskiptunum af því að þú gerðir grundvallarmistök fyrir fjórum vikum,“ sagði hann.
Það er því ekki mikil vinna og það að leggja mikið á sig í vinnunni sem tryggir árangur. Það er hæfileikinn til að einbeita sér að því mikilvægasta sem skiptir máli sagði hann.