fbpx
Laugardagur 07.september 2024
Pressan

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 15:30

Ætli hún vinni of mikið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Randolph, fyrrum forstjóri Netflix og einn stofnanda efnisveitunnar, tekur ekki undir hugmyndina um að það að vinna mikið og leggja mikið á sig í vinnunni sé ávísun á árangur. Hann gefur fólki allt annað ráð.

CNBC segir að í hlaðvarpsviðtali, sem var birt nýlega, hafi Randolph sagt að það hafi ekki verið mikil vinna sem kom honum á toppinn og að það hafi ekki verið mikil vinna sem tryggði Netflix þá stöðu sem efnisveitan hefur í dag. Það sem kom honum á toppinn og Netflix í þá stöðu sem fyrirtækið er í núna er að hlutunum var forgangsraðað.

Hann sagði að í upphafi starfsferilsins hafi hann verið haldinn fullkomnunaráráttu og hafi alltaf tékkað allt tvisvar til að fullvissa sig um að hlutirnir væru fullkomnir áður en þeir komu fyrir augu viðskiptavina Netflix. En hann segir nú að það séu ekki smáatriðin sem skipta máli þegar upp er staðið.

„Þú missir ekki af viðskiptum klukkan 2 að nóttu af því að þú fórst ekki yfir leturgerðina. Þú missir af viðskiptunum af því að þú gerðir grundvallarmistök fyrir fjórum vikum,“ sagði hann.

Það er því ekki mikil vinna og það að leggja mikið á sig í vinnunni sem tryggir árangur. Það er hæfileikinn til að einbeita sér að því mikilvægasta sem skiptir máli sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump

Fyrrum þingmaður repúblikana furðar sig á því að fólk tali ekki um lyktina af Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf sporlaust af hjúkrunarheimili: Illa farið líkið fannst inni í skáp viku síðar

Hvarf sporlaust af hjúkrunarheimili: Illa farið líkið fannst inni í skáp viku síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur

Elon Musk lúffar – Forseti Brasilíu segir heiminn ekki þurfa að kyngja skoðunum Musk bara því hann er ríkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins gáttuð á spurningu fréttamanns FOX um Kamala Harris – „Þessi spurning er galin“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldri hjón miður sín yfir því að besta vinkona þeirra þarf nú að mæta í leikskólann 2 daga í viku

Eldri hjón miður sín yfir því að besta vinkona þeirra þarf nú að mæta í leikskólann 2 daga í viku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegustu bækur bannaðar í umdeildu bókabanni í Flórída – „Hver þremillinn?“

Ótrúlegustu bækur bannaðar í umdeildu bókabanni í Flórída – „Hver þremillinn?“