fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Pressan
Laugardaginn 7. september 2024 21:00

Vél frá Flying Tigers Line.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 62 árum átti stærsta óleysta ráðgáta flugsögunnar sér stað. Þá hvarf bandarísk flugvél frá Flying Tigers Line, sem Bandaríkjaher var með á leigu, með 107 manns um borð. Engin ummerki fundust um vélina sem var af gerðinni Lockheed Super Constellation.

Hún hóf sig á loft frá bandarískri herstöð á Gvam þann 16. mars 1962 og var ferðinni heitið til bandarískrar herstöðvar á Filippseyjum. 93 bandarískir hermenn voru um borð, allir voru þeir sérfræðingar í rafeindavirkjum og fjarskiptum, þrír víetnamskir herforingjar og 11 manna áhöfn.

Endanlegur áfangastaður vélarinnar var Saigon í Víetnam þar sem hermennirnir áttu að leysa bandaríska hermenn af en þeir sáu um þjálfun suður-víetnamskra hermanna.

Flugtíminn frá Gvam til Filippseyja var áætlaður sex klukkustundir. Flugmaðurinn, Gregory P. Thomas, ræddi við flugumferðarstjóra á Gvam 80 mínútum eftir flugtak. Þegar flugumferðarstjórar reyndu að ná samband við flugvélina klukkustund síðar var ekki svarað. Flugvélin var gjörsamlega horfin og ekkert hefur nokkru sinni fundist úr henni en vélin var yfir Kyrrahafi þegar hún hvarf.

Öllu var tjaldað til við leit að vélinni, bæði flugvélar og skip voru send til leitar. En átta daga leit á 520.000 ferkílómetra svæði skilaði engum árangri, ekkert fannst úr vélinni.

Hvarf vélarinnar og kringumstæðurnar eru að sjálfsögðu með þeim hætti að samsæriskenningasmiðir hafa haft úr nægu að moða. Kalda stríðið var í fullum gangi, Víetnamstríðið, kapphlaupið í geimnum og flugfélag sem var í vafasömum tengslum við CIA. Enda fóru margar samsæriskenningar af stað. Í þeim komu meðal annars geimverur við sögu, rússneskar kjarnorkueldflaugar, sprengjutilræði, skemmdarverk og auðvitað að bandarísk yfirvöld stæðu á bak við hvarfið.

Það ýtti undir kenningarnar um skemmdarverk og óhreint mjöl í pokahorninu að flugvél sömu tegundar frá Flying Tigers Line hafði hafið sig til lofts frá herstöð í Kaliforníu á næstum sama tíma og lent í óhappi. Flugmaður hennar hitti ekki á flugbrautina þegar hann millilenti í Alaska og lést einn úr áhöfninni. Vélin var sögð hafa verið full af mjög leynilegum útbúnaði en hún var á leið til bandarískrar herstöðvar í Japan.

Flugfélagið

Þegar leit var hætt eftir átta daga beindust sjónir manna að flugfélaginu Flying Tigers Line. Flugfélagið var upphaflega hluti af flugveldi sem CIA byggði upp við lok síðari heimsstyrjaldarinnar undir regnhlífaheitinu Air America. Á þeim tíma var Air America stærsta flugfélag heims og með starfsemi um allan heim. Það rak fjölda dótturfélaga og skúffufyrirtækja og eignarhaldið var gríðarlega flókið til að leyna því að það var CIA sem stýrði félaginu.

Flying Tigers var stofnað í lok fjórða áratugarins og voru flugmenn lokkaðir til starfa hjá félaginum með góðum launum og miklu frelsi en á bak við félagið stóðu bandarísk stjórnvöld. Voru flugmennirnir látnir aðstoða Kínverja í baráttunni gegn hernámsliði Japana. Þeir voru aldrei í einkennisfatnaði en það var gert til að leyna tengslum þeirra við bandarísk yfirvöld.

Félagið lifið síðan áfram og var undir stjórn CIA og fékk fjölda samninga við herinn. Félagið gegndi mikilvægu hlutverki í nær öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna fram á níunda áratuginn auk þess að taka þátt í fjölda leynilegra aðgerða. Það er því kannski engin furða að mörgum hafi fundist hvarf flugvélarinnar grunsamlegt í ljósi þess frá hvaða flugfélagi hún var.

Niðurstaða flugslysanefndar var að vélin hefði sprungið þegar hún var á flugi en þar sem ekkert brak eða annað hafi fundist segist nefndin í raun ekki geta skorið úr því með fullri vissu hver örlög vélarinnar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans