fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fyrirtæki greiða milljarða vegna aðildar þeirra að ópíóíðafaraldrinum

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 06:30

Alvarlegur ópíóðafaraldur geisar í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú bandarísk fyrirtæki hafa gert samkomulag um að greiða 300 milljónir dollara, það svarar til tæplega 42 milljarða króna, vegna aðildar þeirra að ópíóíðafaraldrinum.

Það voru lífeyrissjóðir og tryggingafélög, sem selja sjúkratryggingar, sem gerðu kröfu á hendur fyrirtækjunum sem stunda heildsölu á lyfjum í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í dómskjölum alríkisdómstóls í Cleveland í Ohio að sögn Reuters. Skjölin, og þar með sáttin, bíða þess nú að dómari leggi blessun sína yfir samkomulagið.

Fyrirtækin sem um ræðir eru McKesson Corp, Cencora Inc og Cardinal Health Inc. Fyrirtækin höfðu áður gert samkomulag um að greiða 21 milljarð dollara vegna bótakrafna frá bandarísku alríkisstjórninni og yfirvöldum í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.

Í þeim kröfum var því haldið fram að eftirlit innan fyrirtækjanna hafi verið í molum og því hafi mikið magn af ávanabindandi verkjalyfjum verið selt ólöglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við