Ultima Hora segir að þessi mikli fjöldi ferðamanna valdi áhyggjum varðandi hinn mikilvæga ferðamannaiðnað á Mallorca.
„Tölurnar sýna að ferðamönnum hefur fjölgað en það er greinilegt að neysla þeirra hefur dregist saman,“ hefur Ultima Hora eftir Rafael Durán, formanni samtaka ferðaþjónustufyrirtækja á Mallorca.
Síðasta ár var besta ferðamannaár sögunnar á Mallorca því þá voru ferðamennirnir iðnir við að nota greiðslukortin sín.
Durán sagðist telja að ástæðan fyrir minni eyðslu ferðamanna sé að verð á flugmiðum og gistingu hafi hækkað svo mikið að margir telji sig tilneydda til að eyða minna í afþreyingu, verslun og veitingastaði.
Miðað við orð Jaume Nicolau, sem rekur köfunarfyrirtækið Skualo, þá er þetta rétt hjá Durán en Nicolau sagði hann skynji einhverskonar „krísu“. Fólk komi með tóma vasa.
7,7 milljónir ferðamanna heimsóttu Mallorca á fyrri helmingi ársins og er það nýtt met. Voru ferðamennirnir hálfri milljón fleiri en á sama tíma á metárinu 2023.