fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Aðvörunarbjöllurnar hringja á vinsælum ferðamannastað – „Krísa“

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 04:15

Frá Mallorca. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn streyma til spænsku ferðamannaparadísarinnar Mallorca sem aldrei fyrr en samt sem áður hafa heimamenn miklar áhyggjur. Svo miklar að talað er um hreina og beina krísu.

Ultima Hora segir að þessi mikli fjöldi ferðamanna valdi áhyggjum varðandi hinn mikilvæga ferðamannaiðnað á Mallorca.

„Tölurnar sýna að ferðamönnum hefur fjölgað en það er greinilegt að neysla þeirra hefur dregist saman,“ hefur Ultima Hora eftir Rafael Durán, formanni samtaka ferðaþjónustufyrirtækja á Mallorca.

Síðasta ár var besta ferðamannaár sögunnar á Mallorca því þá voru ferðamennirnir iðnir við að nota greiðslukortin sín.

Durán sagðist telja að ástæðan fyrir minni eyðslu ferðamanna sé að verð á flugmiðum og gistingu hafi hækkað svo mikið að margir telji sig tilneydda til að eyða minna í afþreyingu, verslun og veitingastaði.

Miðað við orð Jaume Nicolau, sem rekur köfunarfyrirtækið Skualo, þá er þetta rétt hjá Durán en Nicolau sagði hann skynji einhverskonar „krísu“. Fólk komi með tóma vasa.

7,7 milljónir ferðamanna heimsóttu Mallorca á fyrri helmingi ársins og er það nýtt met. Voru ferðamennirnir hálfri milljón fleiri en á sama tíma á metárinu 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar