fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð fyrrum eiginkonu sinnar

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 12:02

Dominique Pelicot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominique Pelicot, maðurinn sem sakaður er um hrottalega glæpi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, brast í grát þegar hann hlustaði á vitnisburð hennar í dómsal í morgun.

Réttarhöldin fara fram í Avignon þar sem Dominique er ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga til að nauðga henni.

Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd. Samkvæmt ákæru málsins var eiginkonunni nauðgað í 92 skipti af 72 karlmönnum á árunum 2011 til 2020 en hingað til hefur lögregla aðeins borið kennsl á 51 þessara manna.

Dóttirin brast í grát í réttarsal sakamálsins sem skekur Frakkland – Komst að því að faðir hennar safnaði viðurstyggilegum myndum af henni

Dominique brast í grát þegar hann hlustaði á eiginkonuna fyrrverandi, Gisele, lýsa því að hún hafi fengið kynsjúkdóma í nokkur skipti eftir að brotið var gegn henni. Einn mannanna sem nauðgaði henni var með HIV-veiruna og kvaðst hún hafa þurft að fara í tékk, þegar upp um það komst, hvort hún hefði einnig fengið veiruna.

Í vitnisburði sínum lýsti Gisele því hvernig hún kynntist eiginmanni sínum fyrir margt löngu áður en veröldin hrundi þegar upp komst um brotin. Lögregla komst á snoðir um málið árið 2020 þegar Dominique var gómaður af öryggisverði þar sem hann virtist vera að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. Lögregla var kölluð til og fundust í fórum hans myndir og myndbönd af hinum svívirðilegu brotum. Lögregla hafði í kjölfarið samband við Gisele sem þarna frétti fyrst af brotunum. Hún og Dominique eiga saman þrjú börn og sjö barnabörn.

Dómarinn í málinu spurði Gisele hvort hún hefði orðið vör við afbrigðilega kynferðislega hegðun eiginmanns síns áður en brotin komust upp á yfirborðið. Svaraði hún því til að í eitt skipti hafi þau farið saman á næturklúbb með öðru pari þar sem var svokallað „swingers-herbergi“ þar sem fólk hafði makaskipti. Lýsti Gisele því að hún hafi ekki viljað taka þátt og eiginmaður hennar hafi virt það. Þetta sama kvöld hafi hann ýjað að því að fengi að taka kynlíf þeirra upp á myndband en af hennar hálfu hefði það aldrei komið til greina.

Dominique og 14 menn sem eru ákærðir í málinu hafa játað sök en allir hinir hafa neitað sök. Sumir hafa meðal annars sagt að hún hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja. Gisele var ómyrk í máli þegar hún var spurð hvort hún hefði einhver skilaboð til þeirra sem segja að hún hafi verið meðvituð um það sem fór fram. „Það er móðgun við mig. Þessir einstaklingar vita nákvæmlega í hvaða ástandi ég var. Ég tók aldrei þátt í neinu af þessu af fúsum og frjálsum vilja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri

Ákærður fyrir ofbeldi og niðurlægingu – Beit nefbroddinn af unnustunni og neyddi hana til að sofa í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu

Segja að Zuckerberg hafi slaufað ritskoðun á Facebook út af þessari færslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afþakka gjöf Bidens og vilja sitja áfram á dauðadeild

Afþakka gjöf Bidens og vilja sitja áfram á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús

Skartgripum að verðmæti 1,8 milljarða stolið í innbroti í heimahús