fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

„Af hverju skýtur maður saklaust fólk?“

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 17:25

Richard Aspinwall, Christina Irimie, Mason Schermerhorn og Christian Angulo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Aspinwall, Christina IrimieMason Schermerhorn og Christian Angulo eru þau fjögur sem skotin voru til bana af fjórtán ára gömlum dreng í Apalacheegagnfræðiskólanum í Georgíuríki í gær.

Richard, 39 ára, og Christina, 53 ára, voru stærðfræðikennarar við skólann en Mason og Christian nemendur. Þau voru bæði 14 ára.

Hinn grunaði í málinu heitir Colt Gray og er hann í haldi lögreglu eftir árásina. Auk þess að drepa fjóra særði hann níu: Átta nemendur og einn kennara. Ekki er talið að neitt þeirra sé í lífshættu. Lögregla segir að réttað verði yfir Colt líkt og um fullorðinn einstakling sé að ræða sem þýðir að Colt verður að líkindum dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

CNN greindi frá því í morgun að lögregla hefði í fyrra yfirheyrt Colt og föður hans vegna nafnlausra ábendinga sem höfðu borist um að hann hefði í hyggju að fremja skotárás. Colt neitaði að hafa nokkuð slíkt í hyggju og sagði faðir hans við sama tilefni að þó hann ætti nokkurn fjölda skotvopna hefði sonur hans engan aðgang að þeim.

CNN ræddi í morgun við Kathrine Maldonado sem stundar nám við Apalachee-skólann. Hún svaf yfir sig í gærmorgun en vaknaði upp við vondan draum þegar hún fékk skilaboð frá vinkonu þess efnis að lögregla væri búin að loka skólanum vegna byssumanns. Ekki löngu síðar fékk hún skilaboð þess efnis að skólabróðir hennar og vinur væri látinn eftir árásina.

„Ég fór að gráta þegar ég frétti þetta og varð mjög reið. Af hverju skýtur maður saklaust fólk,“ spurði hún. Christian var góður vinur hennar og segir hún að hann hafi verið í miklum metum hjá bekkjarfélögunum, alltaf hress og kátur og stundum kallaður „trúðurinn“ í bekknum.

Eðli málsins samkvæmt eru nemendur við skólann í miklu áfalli eftir atvikið í gær. Macey Right, 14 ára, segist ekki vilja fara aftur í skólann. „Maður á ekki að þurfa að fara í skólann og hafa um leið áhyggjur af því að koma ekki lifandi heim. Það eina sem ég vil þurfa að hafa áhyggjur af er að ná góðum einkunnum til að tryggja framtíð mína sem best,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon