fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Var hneppt í nauðgunarmansal á NBA-leik

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 21:30

Natalee Cramer upplifði ólýsanlegan hrylling eftir að hún hvarf á NBA-leik. Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Natalee Cramer hefur tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega um þann mikla hrylling sem hún upplifði í apríl 2022 en þá hvarf hún á leik í NBA-deildinni í körfubolta þegar hún var klófest af mönnum sem þvinguðu hana í það sem í daglegu tali er kallað kynlífsmansal en ætti með réttu að kalla nauðgunarmansal. Það tókst að frelsa Cramer en hún ber enn með sér merki þess hryllings sem hún gekk í gegnum.

Í umfjöllun CBS kemur fram að Cramer sé frá Texas. Í apríl 2022 var hún 15 ára gömul og fór með föður sínum á leik Dallas Mavericks og Portland Trailblazers í NBA-deildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins, American Airlines Center, í miðborg Dallas.

Cramer hvarf á leiknum og var hneppt í nauðgunarmansal en var bjargað í Oklahoma 10 dögum síðar.

Cramer segist ekki vera hrædd lengur og vilji því segja sögu sína. Hún hafi ekki verið tilbúin til þess fyrr en nú og sé stolt af sjálfri sér.

Hún sat við hlið föður síns á áhorfendasvæði hallarinnar en brá sér frá og sagðist þurfa að fara á klósettið. Cramer kom hins vegar ekki aftur og einu vísendingarnar um hvað varð um hana var upptaka úr öryggismyndavélakerfi körfuboltahallarinnar. Á upptökunni mátti sjá hana ásamt tveimur karlmönnum.

Kvíði og fíkn

Cramer segist hafa verið að glíma við mikinn kvíða og kannabis- og rafrettufíkn og fíknin hafi kallað eftir nýjum skammti. Þegar hún hafi farið úr sæti sínu í höllinni hafi hún gefið sig á tal við karlmann sem hún þekkti ekki neitt og spurt manninn hvort hann reykti. Hann hafi svarað játandi og spurt hverjum hún væri með:

„Ég var með pabba mínum. Ég veit ekki hvar hann er en við getum bara slakað á,“ sagði Cramer þá við manninn.

Héldu þau þá í bílakjallara hallarinnar. Cramer segist hafa talið manninn einan á ferð en svo hafi ekki verið. Hann og félagi hans hafi átt nóg af kannabis og gefið henni skammt til að reykja. Því næst ýttu þeir henni inn í bíl. Cramer segist hafa gert sér grein fyrir að hún væri í hættu en hafi verið undir of miklum áhrifum til að veita mótspyrnu.

Mennirnir nauðguðu henni þrisvar og keyrðu síðan burt með hana á annan stað. Þar neyddu mennirnir hana til að reykja meira kannabis og nauðguðu henni aftur. Annar mannanna sagði henni síðan að fara í sturtu og klæðast svo fötum sem hann lét hana fá þar sem þau væru að fara annað. Cramer segist þá hafa gert sér grein fyrir að þvinga ætti hana í kynlífsmansal, eða réttara sagt nauðgunarmansal.

Auglýst til sölu

Einkaspæjari sem foreldrar Cramer réðu var ekki lengi að finna auglýsingar á netinu þar sem var verið að auglýsa hana til sölu í Oklahoma og því ljóst að selja átti hana í nauðgunarþrældóm.

Hún viðurkennir að á meðan hryllingnum stóð hafi gefist tækifæri fyrir hana til að komast í síma og hringja eftir hjálp. Hún gerir sér ekki fyllilega grein fyrir hvers vegna hún gerði það ekki en segir líklega skýringu vera hversu djúp sjálfseyðingarhvöt hefði náð tökum á henni. Hún hafi upphaflega stungið af frá föður sínum til að ná sér í fíkniefni og einfaldlega ekki hugleitt að hún yrði að komast aftur heim til fjölskyldu sinnar.

Einkaspæjarinn tilkynnti lögreglu í Oklahoma um málið sem fann Cramer á ráfi fyrir utan byggingu en einn mannanna sem hneppti hana í nauðgunarmansalið fannst inni í byggingunni og var handtekinn.

Hún segist hafa beðið guð að senda einhvern til að bjarga sér og fimm mínútum seinna hafi lögreglan birst en þá hafði Cramer verið horfin í 10 daga.

Síðan þá hefur Cramer unnið að því að ná bata og þakkar fjölskyldu sinni, trúnni, meðferðaraðilum og hundinum Gunnari fyrir þann árangur sem hún hefur náð á leið sinni að því að halda áfram með lífið.

Hún stefnir á dýralæknanám og vill með sögu sinni hvetja aðra þolendur kynferðislegs ofbeldis til dáða:

„Ekki gefast upp á sjálfri, eða sjálfum þér. Jafnvel þótt þetta hafi komið fyrir þig. Þetta á eftir að verða betra og er ekkert til að skammast sín fyrir. Þú verður bara að taka þetta föstum tökum og gera þér grein fyrir að þetta er ekki þér að kenna. Þetta er ekki þér að kenna.“

Umfjöllun CBS í heild sinni er hægt að nálgast hér. Viðtal við Natalee Cramer er hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum