fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Fann ummerki um vatn á tunglinu

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 07:30

Fjarhlið tunglsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir vísindamenn hafa fundið vatnssameindir inni í tunglgrjóti. Þetta kollvarpar fyrri kenningum um að yfirborð tunglsins sé þurrt.

Live Science segir að grjótið hafi verið tekið af yfirborði tunglsins og flutt til jarðarinnar með kínverska Chang‘e 5 geimfarinu árið 2020. Inni í þeim eru kristallar fullir af „vökva sameindum“.

Í grjóti, sem Apollo geimför NASA, fluttu til jarðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum fundust engin ummerki um vatn. Það varð til þess að vísindamenn töldu að mest allur jarðvegurinn á tunglinu sé þurr. En gervitungl hafa á síðari árum fundið ummerki um vatn á tunglinu, aðallega nærri pólum þess.

Kínversku vísindamennirnir skýra frá niðurstöðu rannsóknar sinnar í vísindaritinu Nature Astronomy og segja að loksins hafi fundist sönnun fyrir því að vatn leynist á tunglinu. Þetta getur hugsanlega lagt grunninn að vinnslu vatns þar í framtíðinni og byggingu bækistöðva fyrir fólk.

Höfundarnir segja einnig að rannsóknin bendi til að „vatnssameindir geti verið að finna á þeim svæðum, þar sem sólar nýtur, í formi þurrs salts“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri