Þetta var ákveðið þegar leiðtogar NATÓ-ríkjanna funduðu í Washington nýlega. Hefur verkefnið fengið nafnið „Icebreaker Collaboration Effort“.
Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að þetta samvinnuverkefni eigi að styrkja skipasmíðaiðnað ríkjanna þriggja sem og tengsl þeirra hvað varðar öryggismál og efnhag.
Í framtíðinni er hugsunin einnig að bandalagsríki ríkjanna þriggja geti keypt ísbrjóta af þeim.
Sérfræðingar segja að verkefnið sé merki um að Bandaríkin vilji nú styrkja ísbrjótaflota sinn á norðurheimskautasvæðinu en hann er kominn til ára sinna og er ekki öflugur. Þetta er gert til að mæta aukinni samvinnu Rússa og Kínverja á svæðinu en ríkin eiga mun öflugri flota ísbrjóta en Bandaríkjamenn.
Bandaríkjamenn eiga tvo ísbrjóta, sem eru báðir um það bil komnir á eftirlaunaaldur, en Kanadamenn eiga níu og Finnar 12. Rússar eiga 36.
Daleep Singh, öryggisráðgjafi í Hvíta húsinu, sagði að af þessum sökum verði að hefja smíði ísbrjóta á Vesturlöndum.