fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Bandaríkin, Kanada og Finnland ætla að smíða ísbrjóta saman

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 13:30

Ísbrjótur að störfum. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin ætla ekki lengur að vera eftirbátar þegar kemur að því að vera með ísbrjóta á norðurheimskautasvæðinu. Í samvinnu við Kanada og Finnland ætla Bandaríkin að setja mikinn kraft í smíði ísbrjóta.

Þetta var ákveðið þegar leiðtogar NATÓ-ríkjanna funduðu í Washington nýlega. Hefur verkefnið fengið nafnið „Icebreaker Collaboration Effort“.

Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að þetta samvinnuverkefni eigi að styrkja skipasmíðaiðnað ríkjanna þriggja sem og tengsl þeirra hvað varðar öryggismál og efnhag.

Í framtíðinni er hugsunin einnig að bandalagsríki ríkjanna þriggja geti keypt ísbrjóta af þeim.

Sérfræðingar segja að verkefnið sé merki um að Bandaríkin vilji nú styrkja ísbrjótaflota sinn á norðurheimskautasvæðinu en hann er kominn til ára sinna og er ekki öflugur. Þetta er gert til að mæta aukinni samvinnu Rússa og Kínverja á svæðinu en ríkin eiga mun öflugri flota ísbrjóta en Bandaríkjamenn.

Bandaríkjamenn eiga tvo ísbrjóta, sem eru báðir um það bil komnir á eftirlaunaaldur, en Kanadamenn eiga níu og Finnar 12. Rússar eiga 36.

Daleep Singh, öryggisráðgjafi í Hvíta húsinu, sagði að af þessum sökum verði að hefja smíði ísbrjóta á Vesturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini

Mjólkurglas á dag gæti verndað þig gegn krabbameini
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir