fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Hafa ekki hugmynd um af hverjum beinagrindin er

Pressan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 07:30

Veggmynd sem prýðir hellinn. Mynd:Ítalska menningarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna greip um sig meðal ítalskra fornleifafræðinga á síðasta ári þegar þeir fundu 2.200 ára gamalt grafhýsi sem er skreytt með fallegum veggmyndum af þríhöfða helvítishundinum Cerberus og fleiri dýrum.

Í grafhýsinu var beinagrind þess sem var jarðsett/ur þar fyrir 2.200 árum. Nú hafa fornleifafræðingar gert enn frekari rannsóknir á grafhýsinu, sem gengur undir nafninu „Tomb of Cerberus“. Það er í Giugliano sem er nærri borg frá tímum Rómverja.

Hjá beinagrindinni fundust ýmsir munir, þar á meðal krukka með smyrsli, tæki til að skafa óhreinindi af sér, þrífa svita og bera á sig áður en laugast var.

Í tilkynningu frá ítalska menningarmálaráðuneytinu kemur fram að beinagrindin hafi varðveist mjög vel vegna þess hvernig loftið í grafhýsinu er.

Fornleifafræðingar hafa fengið aðstoð sérfræðinga á ýmsum öðrum sviðum við rannsókn á beinagrindinni og grafhýsinu en eru engu nær um af hverjum beinagrindin er eða fyrir hvaða fjölskyldu grafhýsið var byggt.

Niðurstöður DNA-rannsókna á beinagrindinni liggja ekki fyrir en þær geta hugsanlega varpað ljósi á uppruna hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við