CNN segir að hann hafi fundist að morgni 11. ágúst. Hann hafði það ágætt þegar hann fannst, glímdi þó við smávegis vökvaskort og var aumur í skrokknum eftir langa göngu, og sagðist telja að hann gæti þraukað í þrjá daga til viðbótar.
Svæðið er ekki auðvelt yfirferðar og segir CNN það vera sagt vera eitt erfiðasta göngusvæðið í Idaho og því hafi það komið mjög á óvart að Olbum hafi lifað af í 10 daga.
Olbum hafði aðeins lágmarksbúnað með í ferðinni, tjald, teppi og dýnu en ekki áttavita eða kort.
En það sem bjargaði honum var að hann var með þurrkað kjöt, salthnetur og joðtöflur meðferðis en þær notaði hann til að hreinsa vatn.