fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Pressan

Segist vita hvar flug MH370 er „falið“

Pressan
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 03:10

MH370 hvarf með 239 manns um borð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincen Lyne, vísindamaður við Tasmaníu háskólann í Ástralíu, segir að sönnunargögn sýni að flugi MH370 frá Malaysian Airlines hafi vísvitandi verið flogið niður í 20.000 feta djúpa „holu“.

Flug MH370 tók á loft frá Kuala Lumpur í Malasíu þann 8. mars 2014 og var förinni heitið til Peking í Kína. Vélin var af gerðinni Boeing 777 og um borð voru 239 manns. Ekki löngu eftir flugtak var stefnu vélarinnar breytt og henni flogið til suðurs og hún datt út af ratsjám. Hún skilaði sé aldrei til Peking og hvarf hennar er enn óupplýst. Þetta er ein stærsta ráðgáta flugsögunnar og ótal samsæriskenningar hafa verið settar fram um hvað gerðist.

Brak úr vélinni hefur fundist en ekki eitt einasta lík og svarti kassinn svokallaði hefur heldur ekki fundist enda er ekki vitað hvar flakið er, nema Lyne hafi rétt fyrir sér.

Lyne skrifaði á Linkedin að það hafi verið bráðsnjall flugmaður vélarinnar sem hafi séð til þess að hún hvarf algjörlega í Suður-Indlandshaf. Það hafi þó komið upp um staðsetningu vélarinnar að hægri vængur hennar hafi farið í gegnum öldu og að gervihnattarsamskipti hafi verið numin af Inmarsat.

Hann segir að vélinni hafi verið vísvitandi stýrt niður í hafið á svokölluðu Broken Ridge svæði sem er mjög hæðótt og hættulegt. Þar séu brattar hlíðar neðansjávar og gríðarlega stórir neðansjávarhryggir og djúpar holur. Svæðið sé þakið jarðlögum og sé því hinn fullkomni „felustaður“. Hann segir að vélin sé þarna á um 6.000 metra dýpi.

Hann segir að þetta styðji kenninguna um að flugmaður vélarinnar, Zaharie Ahmad Shah, hafi vísvitandi stýrt henni niður í sjóinn.

Fyrri kenningar hafa sumar gengið út á að flugmaðurinn hafi borið ábyrgð á hvarfi vélarinnar og hafi ætlun hans verið að taka farþegana og áhöfnina með sér í dauðann því hann hafi ætlað að svipta sig lífi vegna skilnaðar hans og eiginkonunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar
Pressan
Í gær

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins

Ótrúleg hugmynd – Gæti annað 60% af raforkuþörf heimsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum

Svona er hægt að losna varanlega við illgresi með einföldu efni sem er til á flestum heimilum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplifði kraftaverk 11 árum eftir að kötturinn hennar hvarf

Upplifði kraftaverk 11 árum eftir að kötturinn hennar hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangavörður reyndi að smygla fíkniefnum til fanga – Faldi þau í safafernum

Fangavörður reyndi að smygla fíkniefnum til fanga – Faldi þau í safafernum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveir 11 ára strákar fóru út að leika í góða veðrinu – Skömmu síðar voru þeir dánir

Tveir 11 ára strákar fóru út að leika í góða veðrinu – Skömmu síðar voru þeir dánir