fbpx
Þriðjudagur 27.ágúst 2024
Pressan

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Pressan
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 17:30

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílum fer sífellt fjölgandi og margir vilja gjarnan skipta yfir í rafbíl. En skyldi það draga úr áhuga fólks á slíkum skiptum ef það veit að það eru meiri líkur á að verða bílveikur þegar ekið er í rafbíl en bíl sem er knúinn með jarðefnaeldsneyti?

Það hljómar kannski svolítið undarlegt og ótrúlegt að það séu meiri líkur á bílveiki í rafbíl en bensínbíl en þetta er engu að síður staðreynd segir TV 2-Kosmopol sem ræddi við sérfræðinga á þessu sviði.

Einn þeirra heitir Mads Klokker og er yfirlæknir á heyrna- og jafnvægisdeild danska ríkissjúkrahússins. Hann tekur oft á móti fólki sem glímir við bílveiki og hann er ekki í neinum vafa um að fleiri verða bílveikir í rafbíl en bensínbíl.

Samkvæmt því sem kemur fram á vefnum sundhed.dk, þá verður fólk bílveikt af því að jafnvægisstýrikerfi líkamans, sem fylgist með líkamsstellingunum, örvast of mikið. Þetta getur leitt til ógleði og vanlíðunar og í versta falli kastar fólk upp.

Klokker sagði að fjórar ástæður séu fyrir að jafnvægiskerfið örvist of mikið þegar ekið er í rafbíl. Hann sagði að mikil hröðun bílanna eigi hlut að máli og ónáttúrulegar hreyfingar eigi sér stað, hreyfingar sem við höfum ekki lært áður. Þetta sé þegar bremsað er og bíllinn hleður sig, þetta sé ný hreyfing. Þá hafði það áhrif að ekkert vélarhljóð sé og síðan séu það allar upplýsingarnar sem streyma fram á skjánum, þær krefjist athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi

Læknir segir að þetta eigi allir að gera í sturtunni til að draga úr stressi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann

Neitaði að trúa að móðir hans hefði framið sjálfsvíg – Eyddi öllum arfinum í að koma upp um morðingjann
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Í dag ætla ég að stinga alla“

„Í dag ætla ég að stinga alla“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea opnar landamærin fyrir ferðamönnum

Norður-Kórea opnar landamærin fyrir ferðamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk

Segir að ótrúleg mistök hafi verið gerð þegar snekkjan sökk