fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2024
Pressan

Músaplága á afskekktri eyju – Éta fugla lifandi

Pressan
Mánudaginn 26. ágúst 2024 07:00

Dauður fugl á Marion Island. Mynd:Michelle Risi / The Mouse-Free Marion Project

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurafrískir umhverfisverndarsinnar eru nú að safna peningum til að geta „sprengt“ afskekkta eyju. Sprengjurnar verða í raun kúlur sem búið er að setja eitur í en markmiðið er að gera út af við mýsnar á eyjunni.

Eyjan heitir Marion Island og er um 2.000 km suðaustan við Höfðaborg. Mýs fara þar mikinn og éta meðal annars egg fugla en margar mikilvægar fuglategundir halda til á eyjunni. Þetta gengur svo langt að mýsnar éta einnig fugla lifandi.

Mark Anderson, maðurinn á bak við verkefnið „The Mouse-Free Marion Project“ ræddi málið á fundi BirdLife South Africa samtakanna á laugardaginn en samtökin vinna að fuglavernd.

Hann sagði að á síðasta ári hafi það gerst í fyrsta sinn að mýsnar byrjuðu að éta fullorðna flökkualbatrossa lifandi en um fjórðungur allra flökkualbatrossa heimsins heldur til á eyjunni. Hann sýndi myndir af blóðugum fuglum, til dæmis nokkrum sem mýsnar höfðu étið hluta af höfðinu af. „Mýsnar klifra bara upp á fuglana og éta þá hægt og rólega, þar til þeir drepast,“ sagði Anderson.

Mýsnar komu fyrst til eyjunnar fyrir um 200 árum með mönnum og hafa gert mikinn óskunda síðan.

29 tegundir sjófugla verpa á eyjunni og eru 19 þeirra í útrýmingarhættu.

Til að hægt verði að varpa sprengjum á eyjuna þarf að safna 29 milljónum dollara. Nú þegar hefur tekist að safna fjórðungi þess fjár.

Áætlunin gengur út á að senda þyrlur til eyjunnar og eiga þær að kasta 600 tonnum af eiturkúlum niður á hana. Markmiðið er að gera þetta veturinn 2027 en þá er varptíminn liðinn og mýsnar eru mjög svangar. Takmarkið er að drepa hverja einustu mús á eyjunni því ef svo færi að ein mús af hvoru kyni lifi þetta af, þá verður staðan sú sama aftur eftir einhvern árafjölda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 

Elísabetu fannst Donald Trump „mjög dónalegur“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins

Fyrrum MMA-bardagamaður grunaður um morð – Var að hefna dauða sonarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu

Eftirlýstur fyrir morð í tvo áratugi – Starf hans kom lögreglunni í opna skjöldu