fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Varð lukkunnar pamfíll eftir alvarlegt hjartaáfall og sannaði það fyrir myndavélarnar

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir röð óhappa átti líf vörubílstjórans Bill Morgan heldur betur eftir að breytast. Ekki bara tókst honum að snúa á manninn með ljána heldur tókst honum að fá gæfuna til að brosa loks við sér.

Bill Morgan frá Melbourne í Ástralíu lenti í bílslysi árið 1998 og varð í kjölfarið hjartveikur. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist hann hafa ofnæmi fyrir hjartalyfjunum sem hann fékk ávísað sem varð til þess að hann fékk alvarlegt hjartaáfall. Hann var í hjartastoppi í 14 mínútur áður en tókst að lífga hann við. Þó að hjartað hrykki í gang var baráttu Morgan fyrir lífinu ekki lokið. Hann varði næstu 15 dögunum í dái á gjörgæslu og voru læknar eiginlega búnir að afskrifa hann með öllu þegar hann vaknaði.

Það sem meira var þá átti hann eftir að ná sér að fullu, nokkuð sem læknar telja að sé ekkert annað en kraftaverk.

„Þegar ég lá á sjúkrahúsinu hugsaði ég með mér að ég væri líklega ekki að fara að lifa þetta af. Aðeins 37 ára að aldri. 37 og hafði svo margt til að hlakka til,“ sagði Morgan við fjölmiðla.

Hann ákvað því að nota þessa reynslu til að lifa lífinu til hins ýtrasta. Innan við ári síðar var hann trúlofaður, kominn með nýja vinnu og hafði unnið glænýja Toyota Corolla á skafmiða. Og hann átti meira inni.

Fjölmiðlar voru að gera frétt um heppni þessa manns sem hafði snúið aftur frá dauðanum. Í því skyni var hann látinn kaupa sér annan skafmiða til að leika eftir daginn sem hann vann Toyotuna. Hann keypti sér skafmiðann og skóf af honum fyrir fréttaliðið. Eftir smá stund setti Morgan hljóðan.

„Ég var að vinna 24 milljónir. Ég er ekki að grínast,“ sagði hann gáttaður og sýndi miðann. Morgan táraðist svo og þurfti að styðja sjálfan sig við hillu til að falla ekki til jarðar. Þá sagði hann í gríni: „Ég held ég fái annað hjartaáfall“.

Þessi saga hefur vakið athygli út um allan heim og árið 2020 hafði DailyMail upp á Morgan til að sjá hvað hann er að gera í dag. Hann segir að heppnin hafi nú ekki fært honum fleiri stóra vinninga og hann glímir enn við hjartaveikindi hefur gigt farið að gera vart við sig.

„Ég fer á fætur alla daga, fer í skóna mína, og jafnvel þó mér líði ekki alltof vel þá fá ég mér göngutúr niður götuna mína og finn lyktina af rósunum, horfi á sólina og hugsa um það hversu heppinn ég er. Ég vann 24 milljónir. Ég á húsið sem ég bý í, ég á fínasta bíl. Ég þurfti vissulega að hætta að vinna því hjartað þoldi ekki meira og glími við gigtina, en það var mér fyrir bestu í rauninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum