fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Þessa staði líkamans gleymir fólk oft að þvo nægilega vel

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 13:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að þrífa sig vel er mikilvægt fyrir andlega heilsu okkar og vellíðan en þetta getur líka haft áhrif á líkamlegt heilbrigði.

Ef fólk þvær ekki hendurnar, svo dæmi sé tekið, þá getur það orðið til þess að sýkingar og sjúkdómar breiðast út.

Ef maður þvær sér ekki nægilega vel er meiri hætta á að maður fái sveppasýkingu og ýmis húðvandamál. Það er því til mikils að vinna að þrífa sig vel. Express skýrir frá þessu.

En Jen Caudle, sem er læknir í Bandaríkjunum, hefur áhyggjur af að fólk þrífi sig ekki alltaf nægilega vel og bendir sérstaklega á fimm staði á líkamanum sem verða oft út undan þegar fólk þrífur sig.

Hún segir að þessir fimm staðir séu:

Naflinn

Bak við eyrun

Undir nöglunum

Fótleggirnir

Milli tánna

Hún segir að margir þvo ekki naflann en það er nauðsynlegt að hennar sögn.

Margir þrífa sig heldur ekki bak við eyrun og bakhlið eyrnasnepilsins, fáir muna eftir að þvo þessa staði þegar þeir fara í bað.

Neglur geta verið langar, stuttar og allt þar á milli en óháð því hversu langar eða stuttar þær eru, þá geta þær verið dvalarstaður drullu og baktería. Það þarf því að þvo þær vel og þá sérstaklega undir þeim.

Margir telja eflaust að fótleggirnir fái nægan þvott þegar sápan rennur niður eftir þeim en það er ekki rétt að sögn Caudle.

Það sama á við fæturna og hvetur Caudle fólk til að gefa sér tíma til að skrúbba með vatni og sápu á milli tánna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum