fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Japanskir flugvellir hafa fengið nóg af þessari plágu

Pressan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 17:30

Nú er nóg komið af ferðatöskum sem þessu segja japönsk flugvallayfirvöld. Mynd:eBay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

K-poppstjörnur nota þær, fullorðnir á leið í vinnu nota þær, börn nota þær. Sérstakt trend hefur sótt í sig veðrið í flugstöðvum og á götum úti í Asíu. En nú hafa stjórnendur margra flugvalla fengið nóg og segja gott komið af þessu.

Svo langt hefur þetta gengið að margir segja þetta vera algjöra plágu. Þessi plága er með fjögur hjól og handfang og var þar til nýlega aðallega notuð undir fatnað og annað sem þarf að taka með í ferðalag. En nú er hún komin með rafmótor.

Áður fyrr drógu farþegar hana á eftir sér þegar þeir gengu eftir löngum göngum flugvalla en nú sitja sumir ofan á henni og nota eins og lítinn bíl. Þetta er rafknúin ferðataska.

Þetta hljómar auðvitað eins og það sé mjög praktískt að sitja á ferðatöskunni sinni og láta hana flytja sig áfram. En þetta veldur vandræðum á flugvöllum og í umferðinni.

Á japönskum flugvöllum hefur starfsfólk fengið nóg af þessu og nú eru farþegar hvattir til að nota ferðatöskurnar ekki á þennan hátt á flugvallarsvæðinu. Á Haneda flugvellinum í Tókýó hefur enn stærra skref verið tekið og rafknúnar ferðatöskur verið bannaðar með öllu.

K-poppstjörnur, sem njóta mikilla vinsælda í Asíu, hafa verið duglegar við að nota ferðatöskur á þennan hátt og það hefur átt sinn þátt í að gera þær vinsælar. Stjörnurnar taka myndir af sér akandi um á ferðatöskunum á flugvöllum og einnig á sviðinu þegar þær koma fram á tónleikum.

Hámarkshraði flestra er 13 km/klst og þær geta borið allt að 100 kg. Þær líkjast venjulegum ferðatöskum en rafmótorinn gerir þær öðruvísi hvað varðar notkun. Það gerir handfangið, sem er venjulega notað til að draga ferðatöskur, líka því það er ekki eiginlegt handfang heldur stýri. Í því er takki til að stýra hraðanum.

Travel Weekly segir að Changi flugvöllurinn í Singapúr hafi verið meðal fyrstu flugvallanna til að banna ferðatöskur af þessu tagi og í febrúar fylgdi Haneda flugvöllurinn í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink

Borg hinna stolnu síma: Púsla saman nýjum iPhone og selja fyrir klink
Pressan
Í gær

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla

Snjallt bragð rússa – Nýta lúxusbíla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps

Læknir segir að 30 mínútna ganga á ákveðnum tíma dagsins geti leitt til hraðs þyngdartaps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“

Spænska lögreglan herjar á „handklæðamafíuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi

TikTok-áhorf dró dilk á eftir sér – Dæmdur í 22 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum