fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2024
Pressan

Ef engir geitungar væru til myndum við lifa eins og bændur á miðöldum

Pressan
Laugardaginn 24. ágúst 2024 07:30

Geitungar gegna ákveðnu hlutverki í vistkerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef heimurinn væri geitungalaus myndi það hafa í för með sér að við myndum borða graut í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.

Þetta segja samtökin Buglife en þau hafa miklar áhyggjur af hvað fáir geitungar eru á sveimi þetta sumarið í Bretlandi.

Metro skýrir frá þessu og segir samkvæmt því sem meindýraeyðar segi, þá sé sáralítið um geitunga þetta sumarið.

Orsökin gæti verið loftslagsbreytingarnar en þær hafa áhrif á vistkerfið. Sumir spyrja sig þá eflaust hvort það sé einhver skaði af því að lítt vinsæl tegund á borð við geitunga hverfi af sjónarsviðinu?

Geitungar eru illa þokkaðir af flestum því þeir geta verið hvimleiðir og árásargjarnir og fólk með ofnæmi getur dáið við stungur þeirra.

Metro hefur eftir talsmanni Buglife að ef þér líki ekki við geitunga, þá sé rétt að hafa í huga að þér muni líka enn verr við heim án geitunga. Það myndi í grunninn þýða að meirihluti mannkyns yrði að breyta mataræði sínu algjörlega. Fólk þyrfti þá í miklu meiri mæli að nærast á mat sem ekki þarfnast frjóvgunar, til dæmis korni, hrísgrjónum og kartöflum.

Þetta yrði mjög einhæft mataræði, nánast eins og á miðöldum þegar meirihluti fólks lifði nær eingöngu á graut.

Ástæðan er að geitungar sjá um að frjóvga plöntur, alveg eins og hunangsflugur og fiðrildi. Örlög þessara tegunda eru samtvinnuð og hjá öllum tegundunum fækkar einstaklingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann

Ótrúleg mistök á sjúkrahúsi – Unga konan var dáin allan tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“

Var í göngutúr þegar ungmennin réðust á hann – „Ég vil ekki búa hér lengur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik

Móðirin dæmd í lífstíðarfangelsi eftir ólýsanlegan harmleik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður

Segja að Bill Gates sé grjótharður yfirmaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð

Illræmdur glæpaforingi grunaður um 23 morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum