fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2024
Pressan

Fangavörður reyndi að smygla fíkniefnum til fanga – Faldi þau í safafernum

Pressan
Föstudaginn 23. ágúst 2024 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jodie Beer, sem er fyrrum fangavörður í HMP Parc fangelsinu í Wales, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla miklu magni fíkniefna inn í fangelsið þegar hún starfaði þar. Fíkniefnin voru falin í safafernum.

Sky News skýrir frá þessu og segir að lögreglan hafi haft afskipti af Beer í febrúar 2022 þegar hún var á leið að bíl sínum á bílastæðinu við fangelsið. Hún var þá í pásu.

Við leit í bílnum fundu lögreglumenn plastpoka í framsætinu og voru stórar safafernur í honum. Fíkniefni voru í fernunum auk farsíma og SIM-korta.

Beer, sem er þrítug, sagði í fyrstu að einhver henni óviðkomandi hefði komið þessu fyrir í bílnum. Á heimili hennar fann lögreglan 4.000 pund í reiðufé.

Við yfirheyrslu sagði Beer að fangi hafi beðið hana um að smygla fíkniefnunum inn  og að hún myndi fá 5.000 pund fyrir verkið. Hún hitti síðan fíkniefnasala á fyrir fram ákveðnum stað og tók við fíkniefnunum sem var búið að koma fyrir í safafernunum. Hún fékk einnig reiðufé hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“

Handklæðamafían setti nýtt met – „Fáviti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi

Týnd skæri komu af stað allsherjar uppnámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum

Fimm barna móðir bitin til bana af hundinum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum

Dómara vikið frá störfum – Lét handjárna ungling sem svaf í dómsalnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós

Þvert á það sem talið var urðu börn almennt ekki mjög veik af COVID-19 – Nú er ástæðan ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans