fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Pressan

Sænskur dauðalisti í dreifingu á samfélagsmiðlum

Pressan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauðalisti með 28 nöfnum er í dreifingu á samfélagsmiðlum í Svíþjóð. Við hvert nafn er búið að setja upphæð sem mun vera í boði fyrir að myrða viðkomandi. Hlaupa upphæðirnar á frá 200.000 sænskum krónum og upp í eina milljón.

Aftonbladet skýrir frá þessu en blaðamenn blaðsins fundu listann á samfélagsmiðlum og það hafa blaðamenn fleiri miðla einnig gert.

Nöfnin 28 tengjast átökum glæpagengja í Södertälje en þar takast glæpagengin „Ronnafalangen“ og „Saltskogfalangen“ á. Lögreglan segir að dauðalistinn tengist meðlimum í síðar nefnda glæpagenginu.

Talsmaður lögreglunnar staðfesti við Aftonbladet að hún viti af listanum.

Ekki liggur fyrir hvort listinn er ósvikinn en lögreglan hefur ekki viljað segja neitt um það.

Södertälje, sem er nærri Stokkhólmi, hefur verið vettvangur blóðugra átaka glæpagengja áður en það var 2022 þegar skotárásir og sprengjutilræði gengu á víxl á milli gengjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“

Trump saknar Biden og heldur áfram að velta fyrir sér útliti Harris – „Ég er miklu myndarlegri en hún“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er betra að sofa á vinstri hliðinni

Þess vegna er betra að sofa á vinstri hliðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Augasteina“ plánetan gæti verið byggileg

„Augasteina“ plánetan gæti verið byggileg