fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Pressan

Fyrrum starfsmaður furðar sig á því hvað varð til þess að snekkjan sökk – Þetta er fólkið sem er saknað

Pressan
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 09:58

Hjónin Chris Morvillo og Neda er saknað. Þau eru á innfelldu myndinni fyrir framan David Lynch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður snekkjunnar Bayesian sem sökk við Sikiley í gærmorgun furðar sig á því hvað varð þess valdandi að hún sökk. Sex er enn saknað og er breski milljarðamæringurinn Mike Lynch í þeim hópi.

Veður var slæmt þegar snekkjan sökk en hún var við akkeri skammt frá Porticello þegar slysið varð. Rannsókn á tildrögunum stendur yfir og leikur jafnvel grunur á því að snekkjan hafi lent í skýstróki.

The Telegraph ræddi við Monicu Jansen sem starfaði lengi á umræddri snekkju og segist hún hafa lent í allskonar óveðrum þegar hún starfaði þar á árunum 2018 til 2020. Hún hafi meðal annars siglt á snekkjunni yfir Atlantshafið og snekkjan staðið öll veður af sér og rúmlega það. Hvernig hún fór að því að sökkva svona skammt frá landi á meðan hún var við akkeri veki spurningar um hvað gerðist.

Milljarðamæringur í hópi þeirra sem saknað er

Alls voru 22 í snekkjunni þegar henni hvolfdi, flestir þeirra breskir ríkisborgarar, og er búið að finna lík kokksins sem var um borð. Sex er sem fyrr segir enn saknað. Auk Mike Lynch er 18 ára dóttur hans saknað sem og Jonathan Bloomer sem er hátt settur stjórnandi hjá Morgan Stanley. Eiginkonu Bloomer er einnig saknað. Þá er lögfræðingnum Chris Morvillo og eiginkonu hans saknað.

Lynch er vellauðugur og komst hann til dæmis eitt sinn á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Hann seldi fyrirtækið Autonomy til HewlettPackard árið 2011 og fékk í sinn hlut 800 milljónir Bandaríkjadala en sú sala átti eftir að draga dilk á eftir sér.

Lynch var stefnt fyrir dóm vegna gruns um að hafa fegrað bókhald Autonomy og fór svo að hann var framseldur til Bandaríkjanna í fyrra. Fyrr í sumar var hann hins vegar sýknaður og var hópurinn á snekkjunni til að fagna sýknudómnum.

Daily Mail segir frá því að fyrrverandi kollegi LynchStephen Chamberlain, sem einnig var ákærður í fjársvikamálinu, hafi dáið í bílslysi fyrir örfáum dögum eftir að ekið var á hann. Var Stephan úti að skokka í Cambridgeshire á Englandi síðastliðinn laugardag þegar ekið var á hann. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða og var ökumaðurinn á vettvangi þar til lögregla og sjúkralið komu á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu

Mögnuð uppgötvun í Sádí-Arabíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag

Gleðitíðindi fyrir geimfara – Geta hætt að nota bleiu í geimgöngum og drukkið eigið þvag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri

Leit fornleifafræðinganna skilaði ótrúlegum árangri