fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Tíu ára gamlir fimmburar dóu í árás Ísralesmanna

Pressan
Mánudaginn 19. ágúst 2024 07:48

Mikil neyð ríkir á Gaza og sorgin er víða mikil. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára gamlir fimmburar voru í hópi 29 óbreyttra borgara sem létust í árásum Ísraelshers á Gaza í gær og í fyrrinótt. Yfir 40 þúsund Palestínumenn hafa dáið í stríðinu og um 2,3 milljónir manna hafa yfirgefið heimili sín á þeim tíu mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir.

AP-fréttastofan greinr frá því að árás hafi verið gerð á heimili fjölskyldu í Deir al-Balah þar sem móðir bjó ásamt sex börnum sínum. Öll létust þau í árásinni en yngsta barnið var eins og hálfs árs og þau eldri voru fimmburar, tíu ára gamlir.

Afi barnanna var ómyrkur í máli þegar rætt var við hann eftir árásina og sagði hann aðkomuna hafa verið hræðilega: „Þau voru öll sett í sama líkpokann eftir árásina. Hvað gerðu þau? Drápu þau einhverja gyðinga? Mun þetta skapa Ísraelsmönnum öryggi?“

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann freistar þess að ná fram vopnahléi. Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga en babb kom í bátinn í gær þegar forsvarsmenn Hamas sögðu að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefði sett fram óraunhæfar kröfur og meðal annars neitað að lofa því að draga allt herlið sitt til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár