fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Pressan

Hugsanlega sleppur Los Angeles við verstu áhrif stóra skjálftans

Pressan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 13:00

Los Angeles

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýs hermilíkans af áhrifum jarðskjálfta upp á 7,8 á San Andreas misgenginu í Kaliforníu benda til að Los Angeles geti hugsanlega sloppið við verstu sviðsmyndina.

Los Angeles er á hættusvæði ef stór skjálfti verður á misgenginu en niðurstaða nýrrar rannsóknar sýnir að áhrif stórs skjálfta á Los Angeles verða hugsanlega ekki eins mikil og vísindamenn hafa óttast fram að þessu.

Niðurstöður nýs hermilíkans á áhrifum skjálfta upp á 7,8 á sunnanverðu San Andreas misgenginu benda til að jörðin muni hreyfast helmingi minna í Los Angeles en áður hefur verið talið.

Live Science segir að þetta geti verið góðar fréttir fyrir Los Angeles og borgarbúa  en þeir ættu þó ekki að sofna á verðinum því mörgum spurningum sé enn ósvarað varðandi áhrif stórs skjálfta á svæðinu.

Te-Yang Yeh, meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sé aðeins ein af hugsanlegum sviðsmyndum.

Rannsóknin byggist á keyrslu sviðsmynda í hermilíkani og var gengið út frá því að upptök skjálftans væru 50 km austan við miðborg Los Angeles.

Samkvæmt áætlunum jarðskjálftamiðstöðvar Kaliforníuríkis þá er versta sviðsmynd slíks skjálfta að 1.800 manns látist, 50.000 slasist og að tjón upp á 200 milljarða dollara verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Indverskir læknar boða verkfall vegna hrottalegs morðs

Indverskir læknar boða verkfall vegna hrottalegs morðs
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geimfarar sem fóru í átta daga geimferð koma kannski ekki heim fyrr en á næsta ári

Geimfarar sem fóru í átta daga geimferð koma kannski ekki heim fyrr en á næsta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því