fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2024
Pressan

Bjóða SpaceX 843 milljónir dollara fyrir að eyðileggja Alþjóðlegu geimstöðina

Pressan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 15:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það líður að því að Alþjóðlega geimstöðin verði ekki lengur starfhæf. Bandaríska geimferðastofnunin NASA er nú að undirbúa áætlun um hvernig SpaceX fyrirtækið getur eyðilagt hana.

Live Science segir að NASA hafi boðið SpaceX 843 milljónir dollara fyrir að ýta geimstöðinni örugglega af braut sinni og til jarðarinnar.

Ætlunin er að sérhannað far frá SpaceX muni draga geimstöðina til jarðar einhvern tímann á næsta áratug en reiknað er með að stöðin verði ekki starfhæf eftir 2030. Geimstöðin mun síðan skella á gufuhvolfinu á 27.500 km/klst og lenda í sjónum.

Fyrstu hlutarnir í geimstöðina voru sendir á loft 1998. Frá 2000 hafa geimfarar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kanada og Evrópu dvalið þar. Þeir hafa lokið rúmlega 3.300 vísindarannsóknum um borð.

En aldurinn er farinn að setja mark sitt á stöðina, tæknibilanir og lekar gera áhöfninni lífið leitt og samningar geimferðastofnanna fimm renna út 2030.

Geimstöðinni stafar einnig ógn af sífellt meira geimrusli sem er á braut um jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu

Blóðmóðir Simone Biles grátbiður hana um fyrirgefningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi