fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Indverskir læknar boða verkfall vegna hrottalegs morðs

Pressan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 16:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar á Indlandi hafa boðað til verkfalls í kjölfar hrottalegrar nauðgunar og morðs á læknanema sem var við störf sín á sjúkrahúsi.

Fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá málinu en boðað verkfall læknanna er nýjasti liðurinn í víðtækum mótmælum á Indlandi vegna þessa máls en um er að ræða enn eitt atvikið í röð hrottalegra ofbeldisverka gegn konum sem dunið hafa á landinu undanfarin ár.

Í umfjöllun Al Jazeera kemur fram að það séu fjölmennustu samtök lækna í landinu sem boða til verkfallsins en í samtökunum eru 400.000 manns. Verkfallið mun hefjast á morgun og standa í sólarhring og mun snerta nánast alla spítala í þessu stóra og fjölmenna landi en þó verður bráðaþjónustu sinnt.

Morðið var framið fyrir sléttri viku á spítala í borginni Kolkata, í austurhluta landsins, en læknaneminn látni var 31 árs gömul kona.

Í dag fóru fram mótmæli víða um landið þar sem var krafist réttlætis og bættra öryggisráðstafana á spítulum og í læknadeildum háskóla.

Ekkert öryggi engin þjónusta

Læknar mótmæltu í Kolkata þar sem þeir komu því skýrt á framfæri að án öryggis myndu þeir ekki veita þjónustu sína.

Í yfirlýsingu áðurnefndra læknasamtaka segir að vegna eðlis starfsins séu læknar og þá sérstaklega konur í þeim hópi berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Samtökin segja að það sé á verksviði yfirvalda að tryggja öryggi lækna.

Fjöldi annarra læknasamtaka hefur lýst yfir stuðningi við verkfallið.

Læknar á opinberum spítölum, en spítalinn þar sem morðið var framið er rekinn af hinu opinbera, hafa í mótmælaskyni tilkynnt að þeir muni ekki veita valkvæða heilbrigðisþjónustu í óákveðinn tíma.

Ódæðið var framið í fyrirlestrarsal spítalans en talið er að læknaneminn hafi farið þangað til að leggja sig í skamma stund, á langri vakt.

Sjálfboðaliði á spítalanum hefur verið handtekinn grunaður um ódæðið en lögreglan hefur verið sökuð um að klúðra rannsókninni.

Undanfarin ár hefur löggjöf um kynferðislegt ofbeldi verið hert á ýmsan hátt á Indlandi en baráttufólk segir það litlu hafa breytt. Tilkynntum nauðgunum fjölgar stöðugt en aðeins um fjórðungur málanna endar með sakfellingu gerenda.

Fjöldi nauðgana og annarra ofbeldisverka gegn konum er þó aldrei tilkynntur. Helsta ástæðurnar eru sú mikla samfélagslega skömm sem oft leggst á herðar þolenda og vantraust í garð lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í