fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Sat saklaus í fangelsi í 17 ár – Krafinn um 18 milljónir fyrir „fæði og húsnæði“

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 17:00

Mynd: Getty. Tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Malkinson sat saklaus í bresku fangelsi í 17 ár. Hann var ranglega dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu þegar hann starfaði sem öryggisvörður í Salford í Manchester árið 2003. Eftir að sakleysi hans var sannað og hann var látinn laus, fékk hann bætur greiddar. En frá þeim var dreginn kostnaður vegna „fæðis og húsnæðis“ í þau 17 ár sem hann sat í fangelsi.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að á síðasta ári hafi Alex Chalk, þáverandi dómsmálaráðherra, afnumið reglugerð sem kvað á um að þeir sem eru ranglega dæmdir þurfi að greiða fyrir uppihald í fangelsi.

En nú segja stjórnvöld að þeir sem hafa nú þegar fengið greiddar bætur vegna slíkra mála geti ekki krafist endurgreiðslu á því sem var dregið af þeim fyrir „fæði og húsnæði“.

Einn þeirra er Paul Blackburn sem sat saklaus í fangelsi í 25 ár. Hann fékk greiddar bætur árið 2011 vegna þessa en frá þeim var búið að draga 100.000 pund, sem svarar til tæplega 18 milljóna króna á núverandi gengi, fyrir „fæði og húsnæði“. Var útreikningurinn byggður á hvað fæði og húsnæði hefði kostað hann ef hann hefði verið frjáls maður í þessi 25 ár.

Blackburn sagði í samtali við BBC4 að þessi „útreikningur“ hefði verið byggður á þeirri forsendu að hann hefði ekki unnið neitt öll þessi ár ef hann hefði verið frjáls maður og að hann hefði þar af leiðandi fengið greiddar bætur af einhverju tagi. Þetta sagði hann vera „tvöfalda refsingu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum

Norska lögreglan varar við sænskum glæpamönnum
Pressan
Í gær

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 4 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra