fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Pressan
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 12:30

J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaforsetaefni repúblikanaflokksins, JD Vance, telur að konur á miðjum aldri, sem hafa gengið í gegnum breytingaskeiðið, þjóni þeim tilgangi einum að gæta barnabarna sinna. Þetta kemur fram í hlaðvarpi sem hann fór í árið 2020, en miðlar erlendis vekja nú athygli á ummælunum.

Vance virtist eins taka undir með stjórnanda hlaðvarpsins að það væri skrítinn og óþekktur kostur þess að giftast konu frá Indlandi að með henni fylgja amma og afi sem hjálpa til við að ala upp börnin. Eiginkona Vance, Usha, er einmitt frá Indlandi.

Ammar Moussa, sem starfar sem talsmaður fyrir framboð Kamala Harris, spyr á X hvort það sé bara eðlilegt að einhver sé að velta fyrir sér hlutverki kvenna í samfélaginu eftir tíðahvörf.

Þingmaðurinn Sean Casten, sem situr á þingi fyrir demókrata í Illinois, veltir því fyrir sér hvort Vance ætlist til að konur hætti í vinnum sínum eftir tíðahvörf til að snúa sér alfarið að uppeldi barnabarna sinna.

Þar með hefur Vance nú móðgað ömmur, miðaldra konur og þær konur sem hafa gengið í gegnum tíðahvörf. Áður hafði hann móðgað barnlausar konur og konur sem eiga ketti.

Framboð Vance hefur þó mótmælt því að hann hafi í hlaðvarpinu sagt að konur hafi bara einn tilgang eftir tíðahvörf. Rétt sé að þáttastjórnandi hafi nefnt nokkuð í þá áttina og Vance tekið undir með honum. Það hafi verið liður í spjalli en ekki lýst raunverulegum skoðunum.

„Fjölmiðlar eru að leggja JD orð í munn af óheiðarleika – að sjálfsögðu er hann ekki sammála því sem hlaðvarpsstjórnandinn sagði“

Vance hafi í raun verið að tala um það hversu dýrmætu hlutverki ömmur og afar gegna í lífi barnabarna sinna.

Konur á breytingaskeiði eru með hóp á Reddit þar sem þær ræddu ummæli Vance. Vildu þær vita hvort hann ætlist til að konur fari beint á eftirlaun þegar þær byrja á breytingaskeiðinu, eða hvort að konur sem eigi engin barnabörn eigi hreinlega bara að ganga í sjóinn þegar þær fara á breytingaskeiðið. Lögðu þær heldur til að varaforsetaefnið eyði orkunni sinni í stefnumál sem geri þeim ömmum og öfum, sem vilja, kost á að taka þátt í uppeldi barnabarna sinna. Svo sem með styttingu vinnudagsins og með því að skapa samfélag þar sem það er raunhæfur kostur fyrir konur að minnka við sig vinnu til að passa afkomendurna.

Eins spyrja þær á móti hvaða tilgangi karlmenn sem eru komnir yfir miðjan aldur gegni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Af hverju fáum við hlaupasting?

Af hverju fáum við hlaupasting?