fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Trump útskýrir hvers vegna hann hljómaði furðulega í viðtalinu við Musk

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 13:30

Þeir eru ansi nánir Musk og Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forsetaframbjóðandi, hefur útskýrt hvers vegna hann hljómaði bæði smá- og þvoglumæltur í viðtali sínu við auðkýfinginn Elon Musk á mánudag.

Andstæðingar Trump hafa gert mikið grín að honum undanfarna sólarhringa og meðal annars líkt honum við Andrés önd og hnefaleikakappann Mike Tyson.

Trump skrifar á samfélagsmiðli sínum Truth Social:

„Því miður, út af flækjustigi nútímatækninnar og fjarskiptatækni, þá var röddin mín á vissum sviðum ekki eins og hún á að sér að vera og hljómaði undarlega. Þess vegna höfum við nú gefið út raunverulega og lýtalausa upptöku af samtalinu. Njótið.“

Með þessu deildi Trump hljóðupptöku af tveggja tíma samtali hans við Musk og þar hljómar röddin hans nokkuð eðlilega.

Tæknin var þarna greinilega að stríða frambjóðandanum en viðtalinu sjálfu seinkaði um 43 mínútur út af tæknilegum örðugleikum. Musk segir að seinkunina megi rekja til netárásár á miðilinn X (áður Twitter) þar sem viðtalinu var streymt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við