fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Strangar loftkælingareglur valda svitakófi

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 07:00

Það er ekki sjálfsagt að setja upp loftkælingar í húsum í bænum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einum fallegasta bæ Ítalíu valda strangar reglur um loftkælingar svitakófi meðal bæjarbúa. Ástæðan er að bæjaryfirvöld vilja ekki leyfa bæjarbúum að setja upp stórar og ljótar loftkælingar utan á húsum.

Það hefur þó verið slakað aðeins á reglunum því fyrir nokkrum árum mátti alls ekki setja upp loftkælingar á húsum í bænum en hann heitir Portofino og við ítölsku ríveríuna. Ástæðan fyrir þessu algjöra banni er að Portofino tilheyrir þjóðgarði héraðsins.

En nú mega bæjarbúar setja upp loftkælingar á stöðum þar sem þær sjást ekki en það þarf leyfi frá yfirvöldum. The Guardian segir að samkvæmt frétt Corriere della Sera þá hafi komið til nágrannadeilna í sumar því bæjarbúar hafa sumir hverjir tekið upp á því að tilkynna yfirvöldum um ólöglegar loftkælingar.

Sektir upp á sem nemur allt að 6 milljónum íslenskra króna liggja við brotum af þessu tagi en Matteo Viacava, bæjarstjóri, segir að flest málin séu leyst án þess að til sekta komi.

„Við erum öll háð loftkælingum. En Portofino er í þjóðgarði og það eru reglur sem þarf að fara eftir. Við viljum bara tryggja að fegurð Portofino varðveitist,“ sagði hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Í gær

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat