fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Michigan nýtur nú vinsælda á netinu eftir að myndband fór í dreifingu þar sem hann dæmdir sakborning í allt að 558 daga fangelsi fyrir að lítilsvirða dómsalinn.

Sakborningurinn sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið og að hoppa upp í eigið rassgat. Dómarinn lét það ekki ganga yfir sig þegjandi og hljóðalaust.

Darrell Jarrell mætti fyrir dóm fyrir viku síðan. Hann var ákærður fyrir smáglæp, fyrir að hlýða ekki fyrirmælum um óheimilan aðgang. Þinghaldinu var ætlað að skipuleggja aðalmeðferð í málinu og Jarrell var óánægður með þá dagsetningu sem hafði orðið fyrir valinu. Dómari útskýrði að lögmenn hafi reynt að ná sambandi við hann en það ekki tekist. Við þetta komst Jarrell í uppnám og fór að rífa kjaft.

„Ég er þreyttur á þessu ríki. Ég ætla að fara héðan eins hratt og ég get. Óheimill umgangur. Ég gæti tæknilega farið og þið þyrftuð að gefa út handtökuskipun en svo lengi sem ég sný ekki aftur getið þið bara kysst á mér rassgatið.“

Dómarinn, Cedric Simpson, kunni ekki að meta þessa yfirlýsingu og reyndi að útskýra fyrir Jarrell að svona framkoma væri óásættanleg. Jarrell leyfði dómaranum þó ekki að komast að orði heldur sagði honum að hoppa upp í rassgatið á sér.

„Þetta er lítilsvirðing. Það eru 93 dagar,“ sagði Simpson. Þessu tók Jarrell ekki vel og sagði dómaranum aftur að fara í rassgat. Þá bættust við aðrir 93 dagar.

Dómvörður fylgdi Jarrell út úr dómsal og á meðan hélt hann áfram að bölva og ragna. Í hvert sinn bættust við 93 dagar þar til þeir námu 558.

Á myndbandinu má sjá sakborning í næsta máli sem átti að taka fyrir, sem mætti fyrir dóm í gegnum Zoom, gapa yfir framkomu Jarrell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump
Pressan
Í gær

Tveir ísbirnir urðu manni að bana

Tveir ísbirnir urðu manni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur

Foreldrar ósáttir eftir að skólinn setti óvenjulega reglu fyrir nemendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?

Í hvaða heimsálfu eru flestar dýrategundir?