Maðurinn sem varð fyrir árásinni var starfsmaður fyrirtækis sem heitir Nasittuq og sinnir það meðal annars eftirliti fyrir bandaríska herinn.
Samstarfsmenn mannsins reyndu að koma honum til bjargar og var annar ísbjörninn skotinn til dauða. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um atvikið, til dæmis aðdraganda árásarinnar eða hvaða starfi umræddur starfsmaður sinnti.
Sjaldgæft er að ísbirnir verði mönnum að bana, en í umfjöllun AFP er þó rifjað upp að ísbjörn hafi orðið tveimur að bana, móður og ungum syni hennar, í Alaska í janúar síðastliðnum.