fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Pressan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hugum sumra sólarþyrstra ferðamanna er ef til vill ekkert meira pirrandi en að mæta snemma út á strönd eða í sundlaugargarðinn og sjá að búið er að leggja handklæði ofan á nær alla lausa bekki.

Bæjarstjórnir á fjölmörgum þekktum ferðamannastöðum á Spáni ákváðu fyrir skemmstu að skera upp herör gegn þessum ósið og er spænska lögreglan nú farin að leggja hald á strandstóla, sólhlífar og hvað eina sem ferðamenn koma fyrir snemma morguns eða jafnvel kvöldið áður.

Vilji ferðamennirnir endurheimta þessi verðmæti sín þurfa þeir að nálgast þau á næstu lögreglustöð og borga upphæð sem samsvarar um 30 þúsund krónum. Hefur þessi breyting þegar öðlast gildi á MallorcaIbizaMalaga og á Kanaríeyjum svo dæmi séu tekin.

Töluvert hefur verið rætt um ágang ferðamanna á Spáni og vilja sumir meina að þessi mikli fjöldi hafi hækkað fasteignaverð upp úr öllu valdi. Ferðamenn eru því ekki þeir vinsælustu í landinu þessi misserin, að minnsta kosti hjá ákveðnum hópi heimanna.

Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af lögreglumönnum framfylgja þessu banni sem tekur aðeins til opinberra staða eins og strandstaða. Á myndum má sjá lögreglumenn fjarlægja bekki, handklæði og sólhlífar svo dæmi séu tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni