Öfgahægrimenn hafa blásið til mótmæla víða um landið og hafa þau aðallega beinst gegn innflytjendum og hælisleitendum. Til harðra átaka hefur komið á milli öfgahægrimanna og lögreglunnar.
Jordan Parlour, 28 ára, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi af dómari í Leeds á föstudaginn. Hann játaði að hafa hvatt til ofbeldis með kynþáttahatursfærslu á Facebook. Í færslunni hvatti hann fólk til að ráðast á hótel í Leeds þar sem hælisleitendur dvelja.
Dómari í Northampton dæmdi hinn 26 ára Tyler Kay í 38 mánaða fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlinum X þar sem hann hvatti til þess að innflytjendur og hælisleitendur yrðu fluttir úr landi í stórum stíl og einnig hvatti hann fólk til að kveikja í hótelum þar sem hælisleitendur dvelja.
Parlour og Kay eru þeir fyrstu til að hljóta dóma, í tengslum við óeirðirnar, fyrir færslur á samfélagsmiðlum.
En það voru fleiri sem hlutu dóma í síðustu viku fyrir sinn þátt í óeirðunum. Meðal þeirra er Stacey Vint, 34 ára, sem var dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir að hafa ýtt logandi ruslatunnu að lögreglumönnum í Middlesbrough.
Charlie Bullock, 21 árs, er sagður hafa verið aðalhvatamaðurinn á bak við árás stórs hóps fólks á lögreglumenn. Grýtti skríllinn meðal annars grjóti og flugeldum í þá. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi.
Josh Kellett, 29 ára, var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að hafa kastað grjóti í lögreglunnar.
Jordan Plain, 30 ára, var dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa hrópað kynþáttaníð að lituðu fólki í miðborg Leeds.