fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Pressan

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns

Pressan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 18:31

Barnið fannst látið í borginni Riverside í Kaliforníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd - Wikimedia Commons/CC BY-SA 2.0/Ken Lund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í Bandaríkjunum vegna gruns um að hafa myrt nýfædda dóttur sína árið 1987, fyrir 37 árum.

Konan heitir Melissa Jean Allen Avila og með aðstoð DNA var staðfest að hún væri móðir nýfædds barns sem fannst látið í ruslagámi í borginni Riverside í Kaliforníu í október 1987. Maður sem var að leita að einhverju í gámnum til að selja til endurvinnslu fann hina látnu stúlku. Niðurstaða rannsóknar málsins var að stúlkan hefði verið myrt en ekki tókst að leiða í ljós hvaða einstaklingur bar ábyrgð á því.

Málið var tekið upp á ný árið 2020 en lögreglan í Riverside fékk aðstoð samtaka sem veita stofnunum fjárhagslegan stuðning við að rannsaka gömul óleyst sakamál með DNA og þá ekki síst með því að tengja sýnin úr viðkomandi málum við ætterni hinna seku, þó að sýni með þeirra erfðaefni sé ekki beinlínis til staðar.

Einkarekin rannsóknarstofa í Texas gerði raðgreiningu á DNA hinnar látnu nýfæddu stúlku sem var síðan nýtt til að finna mögulega ættingja stúlkunnar. Það leiddi rannsakendur að lokum til móður hennar, áðurnefndrar Melissa Jean Allen Avila.

Í dag er hún 55 ára en þegar barnið lést var hún 19 ára. Hún var handtekin í Norður-Karólínu ríki og framseld til Riverside. Hún yfir höfði sér ákæru fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hún kom fyrir rétt í liðinni viku en var látin laus úr haldi með því fororði að fylgst verði með henni þar til málið verður tekið næst fyrir, í september. Móðirin hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi í málinu.

Ekkert er sagt benda til þess að faðir stúlkunnar hafi eitthvað haft með dauða hennar að gera.

NBC greindi frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir

Kafbátaferð breyttist í martröð – Að minnsta kosti sex látin og margir slasaðir
Pressan
Í gær

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?

Nærmynd af meintum morðingja sem hefur verið hylltur sem hetja og fordæmdur sem hryðjuverkamaður – Hver er Luigi Mangione?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar

Frakkar ætla að enduropna kjarnorkuflugvöll og staðsetja orustuþotur með ofurhljóðfrá kjarnorkuflugskeyti þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra