fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns

Pressan
Mánudaginn 12. ágúst 2024 18:31

Barnið fannst látið í borginni Riverside í Kaliforníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd - Wikimedia Commons/CC BY-SA 2.0/Ken Lund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í Bandaríkjunum vegna gruns um að hafa myrt nýfædda dóttur sína árið 1987, fyrir 37 árum.

Konan heitir Melissa Jean Allen Avila og með aðstoð DNA var staðfest að hún væri móðir nýfædds barns sem fannst látið í ruslagámi í borginni Riverside í Kaliforníu í október 1987. Maður sem var að leita að einhverju í gámnum til að selja til endurvinnslu fann hina látnu stúlku. Niðurstaða rannsóknar málsins var að stúlkan hefði verið myrt en ekki tókst að leiða í ljós hvaða einstaklingur bar ábyrgð á því.

Málið var tekið upp á ný árið 2020 en lögreglan í Riverside fékk aðstoð samtaka sem veita stofnunum fjárhagslegan stuðning við að rannsaka gömul óleyst sakamál með DNA og þá ekki síst með því að tengja sýnin úr viðkomandi málum við ætterni hinna seku, þó að sýni með þeirra erfðaefni sé ekki beinlínis til staðar.

Einkarekin rannsóknarstofa í Texas gerði raðgreiningu á DNA hinnar látnu nýfæddu stúlku sem var síðan nýtt til að finna mögulega ættingja stúlkunnar. Það leiddi rannsakendur að lokum til móður hennar, áðurnefndrar Melissa Jean Allen Avila.

Í dag er hún 55 ára en þegar barnið lést var hún 19 ára. Hún var handtekin í Norður-Karólínu ríki og framseld til Riverside. Hún yfir höfði sér ákæru fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hún kom fyrir rétt í liðinni viku en var látin laus úr haldi með því fororði að fylgst verði með henni þar til málið verður tekið næst fyrir, í september. Móðirin hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi í málinu.

Ekkert er sagt benda til þess að faðir stúlkunnar hafi eitthvað haft með dauða hennar að gera.

NBC greindi frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“