fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

„Engillinn í Nanjing“ sem hefur bjargað 469 mannslífum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég vil segja þessu fólki er að á meðan það dregur andann, þá hefur það von,“ segir hinn 56 ára gamli Chen Si sem hefur fengið viðurnefnið „Engillinn frá Nanjing“.

Það er ekki að ástæðulausu að Chen hefur fengið þetta viðurnefni því hann hefur að stóru leyti helgað líf sitt því að bjarga fólki í sjálfsvígshugleiðingum.

Chen er búsettur í borginni Nanjing í austurhluta Kína en borgin er sú áttunda fjölmennasta í landinu með rúmlega átta milljónir íbúa. Hann hefur beint sjónum sínum að fjölfarinni brú í borginni sem liggur yfir fljótið Yangtze sem er það lengsta í Asíu. Einstaklingar í sjálfsvígshugleiðingum hafa margir lagt leið sína að brúnni til að enda líf sitt og nýtur brúin þess vafasama heiðurs að vera sú mest notaða í heimi í þeim tilgangi.

Byrjaði allt dag einn árið 2000

South China Morning Post fjallaði um starf Chen sem hann hefur sinnt í sjálfboðastarfi allt frá árinu 2000. Honum telst til að á þessum 24 árum hafi hann bjargað hvorki fleiri né færri en 469 mannslífum með því að ræða við fólk og bjóða fram aðstoð sína. Í nokkur skipti hefur hann tekið þátt í að bjarga fólki sem hefur stokkið.

Í viðtalinu rifjar Chen upp að hann hafi gengið á brúnni dag einn árið 2000 þegar hann sá unga ráðalausa stúlku ráfa um. Hann sá strax að stúlkan var ekki í andlegu jafnvægi og gaf sig á tal við hana, meðal annars til að reyna að létta lund hennar. Stúlkan kvaðst vera í miklum peningavandræðum og ákvað Chen að kaupa fyrir hana vatn, mat og lestarmiða svo hún kæmist heim til sín.

Chen segist þarna hafa áttað sig á því í hvaða hugleiðingum unga konan var og um leið áttað sig á því að það væri hægt að bjarga fólki í sömu stöðu og hún var í.

Sér vanlíðanina á göngulaginu

Chen fer margar ferðir um brúnna á hverjum degi og auðþekkjanlegur á rauðum jakka sem hann klæðist með áletrun sem mætti þýða sem „Elskum lífið, hvern dag“. Og hann segist þekkja það á göngulagi fólks hvort það glími við mikla andlega vanlíðan.

„Fólk sem glímir við mikla innri togstreitu nær ekki að slaka á í líkamann. Líkaminn virðist þungur,“ segir hann. Hann hefur bjargað allskonar fólki sem glímir við mismunandi erfiðleika. Hann nefnir konu sem átti eiginmann sem hélt fram hjá henni og unga stúlku sem hafði komist inn í góðan háskóla en hafði ekki efni á skólagjöldunum. Brá hann á það ráð að setja af stað söfnun fyrir stúlkuna og varð það til þess að stúlkan komst inn í skólann.

Hann áttar sig líka á því – og það er kannski það mikilvægasta – að það er ekki bara nóg að bjarga fólki þegar örvæntingin er sem mest. Það þarf líka eftirfylgni til að fólk komist í gegnum erfiðleikana. Í sumum tilfellum hefur hann notað sitt eigið sparifé til að leigja herbergi handa fólki sem er í miklum vandræðum og greitt fyrir að koma því í viðeigandi úrræði.

Óhætt er að segja að saga Chens hafi vakið athygli og var til dæmis gerð heimildarmynd um starf hans sem kom út árið 2015. Myndin bar einmitt yfirskriftina Angel of Nanjing.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“