fbpx
Sunnudagur 11.ágúst 2024
Pressan

Ný rannsókn sýnir fram á að kettir syrgja þegar önnur gæludýr á heimilinu deyja

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kettir eru ekki eins tilfinningalega fjarlægir og sumir láta í veðri vaka. Það er að minnsta kosti niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birtist í tímaritinu Applied Animal Behaviour Science fyrir skemmstu. Kettir nefnilega syrgja þegar önnur dýr á heimilinu deyja.

Rannsóknin var gerð á meðal fjölmarga kattareigenda, alls um 450, sem voru einnig í þeim sporum að hafa misst önnur gæludýr nýlega, ýmist hunda eða aðra ketti.

Þátttakendur voru beðnir um að fylgjast með og halda skrá yfir hegðun kattanna vikurnar eftir dauðsfallið. Og til að gera langa sögu stutta sýndu kettirnir almennt hegðun sem líkja mætti við sorgarferli.

Í frétt Guardian kemur fram að þeir sváfu minna, borðuðu minna og léku sér minna. Á sama tíma sóttust þeir eftir meiri athygli frá eigendum sínum en áður og þá mjálmuðu þeir meira. Og eftir því sem kettirnir höfðu búið lengur með dýrunum sem kvöddu þeim mun lengur varði sorgin.

Rannsóknir hafa áður sýnt fram á að önnur dýr syrgja, til dæmis fílar, höfrungar, simpansar og hundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Öfgahitar valda því að gosdósir springa um borð í flugvélum

Öfgahitar valda því að gosdósir springa um borð í flugvélum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu

Tölvuþrjótar fengu 10,4 milljarða greidda fyrir gögn sem þeir læstu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Djarfmælti og hispurslausi „Túrtappa Tim“ kemur af krafti inn í baráttuna – Svona reynir hægrið að tæta hann í sig

Djarfmælti og hispurslausi „Túrtappa Tim“ kemur af krafti inn í baráttuna – Svona reynir hægrið að tæta hann í sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfileg sjón blasti við á útfararstofunni – Hjónin í slæmum málum

Skelfileg sjón blasti við á útfararstofunni – Hjónin í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja meiri skóg til að halda aftur af loftslagsbreytingunum – Það er bara eitt stórt vandamál

Vilja meiri skóg til að halda aftur af loftslagsbreytingunum – Það er bara eitt stórt vandamál