fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ástæða þess að Tim Walz hefur verið edrú í 30 ár

Pressan
Laugardaginn 10. ágúst 2024 10:30

Tim Walz verður varaforsetaefni Kamölu Harris. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Walz verður varaforsetaefni Kamölu Harris í forsetakosningunum sem eru fram undan í Bandaríkjunum í haust.

Tilkynnt var um valið í vikunni og hefur Walz, sem er sextugur fyrrverandi kennari og núverandi ríkisstjóri Minnesota, verið nokkuð í sviðsljósinu síðan.

Meðal þess sem fjölmiðlar hafa grafið upp um Walz er sú staðreynd að hann var einu sinni tekinn fyrir ölvunarakstur og hraðakstur.

Þetta var árið 1995 þegar Walz var 31 árs kennari, búsettur í Nebraska, og hafði hann verið heima hjá vini sínum að horfa á fótboltaleik.

Lögregla stöðvaði bifreið hans þar sem hann ók langt yfir leyfilegum hámarkshraða, eða á 150 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Lögreglumaðurinn sem stöðvaði hann fann áfengislykt af honum og reyndist hann vera ölvaður undir stýri.

Walz ræddi þetta í viðtali við Star Tribune árið 2018 og sagði hann að atvikið hefði verið einskonar vakning fyrir hann. Eftir að hann var stöðvaður ákvað hann að smakka ekki áfengi framar og hefur hann staðið við það í þau 30 ár sem eru liðin.

Walz var ákærður vegna málsins og játaði hann sök fyrir dómi. Hann var sviptur ökuréttindum í 90 daga og gert að greiða 200 dollara í sekt, auk málskostnaðar. Þá bauðst hann til að segja starfi sínu lausu sem kennari við Alliance-gagnfræðaskólann í Nebraska eftir atvikið, en skólastjórinn talaði hann ofan af því.

Þess vegna hefur Donald Trump aldrei drukkið áfengi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um