fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Sjaldgæft mál er hluti af nýrri þróun í Svíþjóð – „Þær eru mikilvægari en við höldum“

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 07:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug sænsk kona er hugsanlega táknmynd þróunar sem hefur átt sér stað í blóðugum átökum sænskra glæpagengja. Hún var dæmd í 12 ára fangelsi í síðustu viku fyrir morðtilraun og gróf brot á vopnalöggjöfinni.

Í nóvember á síðasta ári skaut hún fimm skotum í gegnum dyr að íbúð í miðbæ Norrköping en átta manns voru inni í íbúðinni. Ætlunin var að skjóta 19 ára konu úr öðru glæpagengi.

Þetta kemur fram í niðurstöðu undirréttar í Stokkhólmi. Konan var einnig ákærð fyrir morð á 17 ára karlmanni í desember en hún var sýknuð af þeim hluta ákærunnar.

Jótlandspósturinn hefur eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi, að þetta sé sérstakt mál, hvað varðar glæpagengi, því það sé mjög sjaldgæft að konur taki svo virkan þátt í starfsemi þeirra að þær reyni að myrða fólk.

Málið er því mjög athyglisvert því það tengist þeirri þróun, sem hefur átt sér stað varðandi átök sænskra glæpagengja en þau hafa kostað tugi manns lífið, að fleiri konur tengjast alvarlegum afbrotum.

„Maður sér að það eru sífellt fleiri ungar konur sem taka þátt og eru grunaðar um afbrot af þessu tagi,“ sagði Anna Hjorth, saksóknari, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Sausdal er sömu skoðunar og sagði að áður fyrr hafi konurnar aðstoðað frá hliðarlínunni, til dæmis með því að vera tálbeita eða með að geyma eitt og annað, til dæmis skotvopn eða fíkniefni, en nú séu þær í vaxandi mæli í framlínu átakanna.

Fyrrgreind kona hafði aldrei áður hlotið dóm og tilheyrir því þeim hópi innan glæpagengjanna sem er kallaður „grænu konurnar“.

Í umfjöllun sænskra fjölmiðla síðasta haust kom fram að þessar konur gegni stærra hlutverki í stríði glæpagengjanna en áður var talið.

Jale Poljarevius, yfirlögregluþjónn í Stokkhólmi, sagði þá í samtali við Sænska ríkisútvarpið að lögreglan hafi vanmetið þátt kvenna og það séu mistök af hennar hálfu. Hann sagðist telja að konur leiki mjög stórt hlutverk í stríðinu. „Þær eru mikilvægari en við höldum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við