Þetta sagði barnabarn hans, Jason Carter, í samtali við AFP fréttastofuna. Hann sagði að Carter hafi sett sér það markmið að lifa nógu lengi til að geta kosið Kamala Harris í forsetakosningunum í nóvember.
Carter býr í Georgíuríki og þar hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla þann 15. október næstkomandi. Carter þarf því að þrauka þangað til ef hann vill ná þessu markmiði sínu.
Hann var forseti frá 1977 til 1981.