fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Enn meira drama hjá bresku konungsfjölskyldunni – „No way!“

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 04:05

Karl og synir hans auk Meghan þegar allt lék í lyndi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf eitthvað drama í gangi hjá bresku konungsfjölskyldunni. Fyrr á árinu kom fram í breskum fjölmiðlum að í kjölfar þess að Karl konungur greindist með krabbamein hafi dregið mjög úr fjölskyldudeilunum.

Harry prins skaust þá yfir hafið til að heimsækja Karl föður sinn og töldu margir að sættir myndu nást á milli feðganna og jafnvel á milli Harry og Vilhjálms bróður hans.

En People segir að svo hafi ekki farið, að minnsta kosti ekki hvað varðar samband Harry og Karls. Er það sagt vera svo slæmt að þeir talist ekki við. Þess utan er Karl sagður hættur að svara símhringingum og bréfum frá Harry.

Það ýtir undir sannleiksgildi þessarar sögu að Harry og fjölskyldu hans var ekki boðið í sumarhátíð konungsfjölskyldunnar í Balmoral kastalanum í Skotlandi. Það er löng hefð fyrir því að fjölskyldan hittist á þessari sumarhátíð og hefur Karl konungur haldið henni við eftir lát móður sinnar, Elísabetar II.

Rebecca English, sem fjallar um málefni konungsfjölskyldunnar hjá breska götublaðinu Daily Mail, segir að Karl konungur hafi algjörlega hafnað því að bjóða Harry og Meghan til sumarhátíðarinnar og er hann sagður hafa sagt „no way!“ þegar hann var spurður hvort hann hefði íhugað að rétta þeim sáttarhönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri