fbpx
Miðvikudagur 07.ágúst 2024
Pressan

Bill Gates sagður þrá þessa vegtyllu sem peningar geta ekki keypt

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 20:00

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates, sem um árabil var ríkasti maður heims, er sagður þrá að hljóta hin eftirsóttu friðarverðlaun Nóbels. Þetta kemur fram í nýrri bók um Gates sem kemur út í þessum mánuði og ber heitið „Milljarðamæringur, nörd, bjargvættur, kóngur: Bill Gates og vegferð hans að breyta heiminum” eftir blaðakonuna Anupreeta Das.

Í bókinni er fullyrt að Gates starfræki sérstakt teymi sem hafi aðeins það eina verkefni að ýta undir ímynd hans sem mannvinar, uppfullan af hugsjón sem styðji góð málefni af myndarskap. Segir í bókinni að teymið telji um tuttugu manns sem er á launaskrá fyrirtækis hans Gates Ventures og hlutverk þeirra sé að gæta að ímynd Gates með öllum tiltækum ráðum.

Þá sé Gates sérstaklega í mun að vinna gegn þeirri ímynd, sem byggst hefur upp á löngum starfsferli, að hann sé vandræðalegur og allt að því vélrænn á köflum og eigi erfitt með að ná til fólks.

Þessi þrá Gates um að umbreyta ímynd sinni og hljóta friðarverðlaunin eftirsóttu hafi meðal annars verið ástæða þess að vinátta tókst á Gates og níðingnum Jeffrey Epstein á sínum tíma. Epstein fór að setja sig í samband við Gates upp úr árinu 2010, eða um það leyti og auðkýfingurinn tilkynnti, ásamt kollega sínum Warren Buffet, að þeir hyggðust gefa 99% af auðæfum sínum til góðgerðastarfs eftir sinn dag.

Epstein, sem árið 2008 hafði verið fundinn sekur um að kaupa kynlíf af ólögráða stúlku og þurft að dúsa í fangelsi í 13 mánuði, var mikið í mun að hvítþvo sig og til þess reyndi hann að nota Gates. Hann náði athygli auðkýfingsins með því að segja honum að hann gæti tryggt honum Nóbelsverðlaunin, til að mynda með því að nota auðæfi Gates til að útrýma mænusótt á heimsvísu.

Árið 2013 flugu Gates, Epstein og hinn áhrifaríki norski stjórnmálamaður Terje Rød-Larsen á fund Thorbjørn Jagland, formanns valnefndar friðarverðlaunanna, í Strasborg í Frakklandi til þess að tala máli bandaríska auðkýfingsins. Allt kom þó fyrir ekki en sjö árum síðar, þurfti Rød-Larsen að segja af sér sem framkvæmdastjóri Alþjóðlegu friðarstofnunarinnar í New York eftir að í ljós kom að hann hafði þegið fé frá Epstein til að styrkja starfsemina.

Rétt er að geta þess Gates neitar því staðfastlega að það sem komi fram í bókinni eigi við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leigubílstjóri vildi fá konur til að gefa getnaðarlimnum einkunn

Leigubílstjóri vildi fá konur til að gefa getnaðarlimnum einkunn
Pressan
Í gær

Enn meira drama hjá bresku konungsfjölskyldunni – „No way!“

Enn meira drama hjá bresku konungsfjölskyldunni – „No way!“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Dreki“ og „lífsins tré“ fundust á hafsbotni

„Dreki“ og „lífsins tré“ fundust á hafsbotni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann elsta flöskuskeyti heims í göngutúr

Fann elsta flöskuskeyti heims í göngutúr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Busavígsla fór úr böndunum – Missti báða fætur og var fjóra mánuði á spítala

Busavígsla fór úr böndunum – Missti báða fætur og var fjóra mánuði á spítala
Pressan
Fyrir 3 dögum

11 barna faðir lést í hörmulegu slysi – Síðasta sms unnustunnar

11 barna faðir lést í hörmulegu slysi – Síðasta sms unnustunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppgötvuðu „rotinn eggjalofthjúp“ um nálæga „helvítisplánetu“

Uppgötvuðu „rotinn eggjalofthjúp“ um nálæga „helvítisplánetu“