Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar að sögn Sky News sem segir að kínverskir og belgískir vísindamenn hafi notað gögn, sem MESSENGER geimfar NASA, aflaði frá 2004 til 2015, til að rannsaka uppbyggingu plánetunnar.
Telja þeir hugsanlegt að þykkt demantalag umlyki hana og að tvö ferli gætu hafa valdið því að þessi demantslög mynduðust.
Annað er að hraunhaf hafi kristallast en það ferli myndaði að öllum líkindum aðeins mjög þunnt demantslag um kjarna plánetunnar sagði Olivier Namur, sem vann að rannsókninni, í samtali við Space.com.
Hann sagði að hitt ferlið og það mikilvægara sé að málmkjarni plánetunnar hafi kristallast.
Þegar Merkúr myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára, var málmkjarninn algjörlega fljótandi en með tímanum kristallaðist hann að sögn Namur.
Í rannsókninni kemur fram að við gríðarlega mikinn þrýsting, þá hafi kolefnið í möttlinum breyst í demant. Demanturinn hafi síðan flotið upp á yfirborð kjarnans og myndað lag á milli þess og möttulsins.