fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Hún elskaði húsmæðraklám og hekl – „Ég leita bara að hinum fullkomna manni og sannri ást“

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 21:00

Nannie Doss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nannie Doss var heillandi, blíð og hjálpsöm amma sem var heltekin af sjónvarpsþáttum og rómantískum blöðum. Hún hafði yndi af að hekla og líkist fyrirmyndarömmu. En á bak við blíðlegt yfirborðið leyndist kaldrifjaður raðmorðingi sem hafði mörg mannslíf á samviskunni.

Hún fæddist 1905 á litlu býli í Blue Mountain í Alabama. Hún átti fjögur systkin. Faðir þeirra neyddi þau til að vinna á býlinu í stað þess að fara í skóla og var skólagangan því stopul. Hann var strangur og beitti börnin ofbeldi. Móðirin var kaldlynd og fjarræn og gerði það sem eiginmaðurinn sagði.

Slysið

Þegar Nannie var sjö ára fór fjölskyldan með lest í heimsókn til ættingja í suðurhluta Alabama. Á leiðinni þurfti að nauðhemla lestinni og hentist Nannie þá fram og lenti með höfuðið á járnstöng. Í kjölfarið glímdi hún við mikla höfuðverki, minnisleysi og þunglyndi. Síðar meir sagði hún lögreglunni að hún teldi líklegt að höggið hafi gert hana færa um morð.

Þegar vinnudeginum á býlinu lauk lokaði Nannie sig inni í herberginu sínu til að hekla og lesa tímarit móður sinnar sem innihéldu ástarsögur, einkamálaauglýsingar og ýmsar þrautir. Hún las einnig erótískar bækur, svokallað húsmæðraklám. Hana dreymdi um stóru ástina og að riddari á hvítum hesti kæmi og bjargaði henni frá föður hennar. Þar sem hún mátti ekki umgangast pilta á svæðinu dreymdi hana um að finna ástina í gegnum einkamálaauglýsingu. Þegar hún var 16 ára byrjaði hún að vinna í verksmiðju þar sem hún kynntist Charley Braggs. Hann var eins og mennirnir sem hún las um í blöðunum, lá hátt rómur, herðabreiður, klár og athugull. Eftir að faðir hennar hafði veitt samþykki sitt bað Charley hennar. Fjórum mánuðum eftir að þau kynntust voru þau gift. Móðir Charley var ógift og einhleyp og krafðist þess að þau flyttu inn til hennar til að aðstoða við heimilishaldið. Nannie brást illa við þessu, hún hafði ekki séð hjónabandið fyrir sér á þennan hátt.

Dauðsföll

Nannie fannst tengdamóðirin jafn krefjandi og faðir hennar var. Hún reyndi því að ná stjórn á eigin lífi og var iðin við að fara út úr húsi. Hún sótti bari, drakk mikið og hélt framhjá. Charley hélt einnig framhjá. En þrátt fyrir þetta eignuðust þau fjórar dætur á fjórum árum. Tvær þeirra létust skyndilega 1927 eftir að hafa borðað hádegismat. Læknar töldu að um matareitrun hefði verið að ræða. Nannie, sem fékk stórfé greitt úr líftryggingu systranna, virtist algjörlega niðurbrotin. Charley hafði sínar grunsemdir og taldi að Nannie hefði átt hlut að máli. Hann stakk því af með elstu dóttur þeirra. Það var skynsamleg ákvörðun því hann var eini maðurinn sem lifði hjónaband með Nannie af.

 

Nannie Doss og einn eiginmanna hennar.

Eftir sat Nannie með nýfædda dóttur sína og tengdamóðurina. Hún eyddi hverri lausri stund í að lesa kvennablöð og dreymdi um að finna nýjan mann. 1928 kom Charley aftur til bæjarins með nýja konu og í kjölfarið var gengið frá skilnaði hans og Nannie. Hún fékk dótturina aftur og flutti heim til foreldra sinna.

1929 komst hún í samband við Frank Harrelson í gegnum einkamálaauglýsingu. Hún vissi ekki að hann hafði verið áfengissjúklingur nær allt sitt líf og hafði margoft verið handtekinn. Þau giftust og hún flutti til Flórída með honum og dætrunum. En fljótlega sá hún að hann var ekki draumaprinsinn. Hann drakk mikið, skuldaði stórfé í spilaskuldir og hafði margoft verið dæmdur fyrir ofbeldi.

1943 eignaðist elsta dóttir hennar, Melvina, son. Nannie passaði hann oft og var til staðar þegar Melvina eignaðist annað barn sitt, dóttur. Hún lést skömmu eftir fæðingu. Melvina, sem var örmagna eftir erfiða fæðingu, sagði eiginmanni sínum og tengdamóður að hún hafi séð, eða haft martröð um, að móðir hennar hafi stungið stúlkuna í höfuðið með stórri nál. Eiginmaðurinn og tengdamóðirin höfðu bæði sé Nannie með stóra nál þennan sama dag. En Melvina bægði þessu frá sér og gat ekki ímyndað sér að móðir hennar hefði drepið litlu stúlkuna.

Tveimur árum síðar lést sonur Melvina þegar Nannie var að gæta hans. læknar töldu súrefnisskort hafa orðið honum að bana.

Eiginmennirnir og fleiri deyja

Eftir 16 ára hjónaband var Nannie komin með nóg af Frank og myrti hann með því að setja rottueitur og arsenik í áfengisflösku hans. Hann lést kvalafullum dauða. Enn einu sinni féll enginn grunur á Nannie og læknar töldu að Frank hefði látist af völdum matareitrunar.

Nannie nýtti sér einkamálaauglýsingar á nýjan leik og komst í samband við Arlie Lanning. Þau gengu í hjónaband þremur dögum eftir að þau kynntust. Hann var einnig áfengissjúklingur. Þegar Nannie komst að þessu fór hún að láta sig hverfa löngum stundum að heiman, stundum mánuðum saman. Inn á milli var hún hin fullkomna húsmóðir sem gætti barnanna, eldaði mat og þvoði þvott. En skyndileg lést Lanning. Læknar töldu að hann hefði fengið hjartaáfall. Nokkrum dögum síðar brann hús fjölskyldunnar til grunna. Nannie flutti inn til tengdamóður sinnar sem lést nokkrum dögum síðar. Þá flutti hún til systur sinnar, Dovie, sem lést nokkrum dögum síðar. Enn hringdu engar bjöllur og engan grunaði að Nannie ætti hlut að máli.

Arsenik kom við sögu.

1952 giftist hún Richard L. Morton sem hún myrti síðan með rottueitri og arseniki sem hún setti í kaffið hans. Hann var með fimm líftryggingar sem Nannie fékk greiddar út. Þegar faðir Nannie lést af eðlilegum orsökum flutti móðir hennar til hennar. Ekki leið á löngu þar til hún lést á dularfullan hátt og enn grunaði enginn Nannie um græsku en skömmu síðar komst upp um hana fyrir tilviljun.

Endalokin

Nannie giftist því næst Samuel Doss, íhaldssömum presti. Þau rifust stöðugt. Hann var nískur og gagnrýndi ást Nannie á sjónvarpi, kvennablöðum og bókum, sagði að kristnar konur þyrftu ekki á slíku að halda til að vera glaðar. 1954 var Samuel lagður inn á sjúkrahús með mikla krampa og magaverki. Hann rétt lifði þetta af og var sendur heim. Sjö dögum síðar fékk hann aftur krampa og magaverki og lést. Nannie fékk líftryggingu hans greidda út og tæmdi bankareikning hans.

Þá kom læknir Samuel til sögunnar. Hann sinnti honum þegar hann lá á sjúkrahúsinu og skildi ekki hvernig hann hefði getað látist skömmu síðar. Hann lét því kryfja líkið. Í ljós kom að svo mikið arsenik var í því að það hefði geta drepið hest.

Eftir handtökuna.

Nannie var handtekin og yfirheyrð. Í upphafi neitaði hún að hafa eitrað fyrir Samuel eða að vita nokkuð um andlát allra hinna sem höfðu látist í kringum hana.

„Ég leita bara að hinum fullkomna manni og sannri ást.“

Sagði hún en að lokum játaði hún að hafa myrt Samuel og þrjá aðra eiginmenn sína. Hún neitaði að hafa myrt aðra, sagðist ekki geta drepið neinn blóðtengdan sér.

Hún var ákærð fyrir morðið á Samuel. Dómari úrskurðaði hana veika á geði sem varð til þess að hún slapp við dauðadóm. Hún var þess í stað dæmd í lífstíðarfangelsi. Tíu árum síðar lést hún af völdum hvítblæðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland