fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Fann elsta flöskuskeyti heims í göngutúr

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 14:30

Flaskan sem Smyth Murphy fann og skilaboðin sem voru í henni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var hin 49 ára gamla Amy Smyth Murphy í hefðbundnum göngutúr í grennd við heimili sitt í New Jersey-fylki þegar hún rakst á græna flösku í sandinum. Þegar hún skoðaði flöskuna nánar kom í ljós að skilaboð virtust vera í flöskunni. Um var að ræða nafnspjald frá árinu 1876 og handskrifuð kveðja frá sendandanum sem kom skilaboðunum fyrir í flöskunni fyrir 146 árum síðan, að öllum líkindum.

Elsta flöskuskeyti sem þekkist, samkvæmt Guiness World Records, fannst í Ástralínu árið 2018 en það er frá árinu 1886, áratug síðar en flöskuskeytið sem Smyth Murphy fann á dögunum.

Smyth Murphy hefur tilkynnt fundinn til Guiness-heimsmetabókarinnar og bíður nú eftir því að málið verði tekið fyrir. Á meðan dundar hún sér við að rannsaka þær vísbendingar sem finna mátti í flöskuskeytinu. Nafnspjaldið tilheyrði fyrirtæki sem var starfrækt um þetta leyti í í Philadelphiu og í kveðjunni var meðal annars minnst á skútuna Neptune sem samkvæmt gömlum dagblöðum lagðist að bryggju við Atlantic City í New Jersey árið 1886.

Allt styður þetta við þann möguleika að Smyth Murphy hafi fundið elsta flöskuskeyti sögunnar þó ekki haf skeytið ferðast langa leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“
Pressan
Í gær

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu

Mel Gibson gagnrýndur fyrir „klikkaða“ samsæriskenningu um eldana miklu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar

Nýtt trend – Láta taka óléttumyndir áður en þær verða óléttar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður

Stakk mann til bana í neðanjarðarlest en verður ekki ákærður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir

Stórhuga stjórnendur bandarísku járnbrautanna – Stytta ferðatímann á milli tveggja stórborga um 9 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri

Fundu mörg hundruð risaeðluspor í Oxfordskíri