fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Hvað er hættulegasta efni heims?

Pressan
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til fullt af hættulegum efnum en hvaða efni er hættulegast? Það er ekki víst að margir hafi velt þessu fyrir sér en samt sem áður var þessari spurningu nýlega varpað fram á vef Live Science.

Það er auðvelt að láta sér detta ýmis ógeðsleg og hættuleg efni í hug, öll höfum við heyrt um slík efni og jafnvel komist í návígi við einhver slík.

Hættulegasta efnið, sem myndast á náttúrulegan hátt, er bótúlín en það er Clostridium botulinum bakterían sem myndar það. Efnið lokar fyrir sendingar taugamerkja til vöðvanna sem veldur því að þeir lamast og fórnarlambið deyr.

Taugaeitrið VX, sem er efnavopn sem breski herinn þróaði, virkar á svipaðan hátt. Það lamar önundarfæri þeirra sem verða fyrir því og verður þeim þannig að bana.

Chlorine trifluoride, sem er ofurætandi litlaus gastegund, er svo hvarfagjarnt að það springur samstundis ef það kemst í snertingu við efni á borð við sand og vatn.

Það eru því mörg efni sem koma til greina, en hvaða efni er hættulegast?

Í umfjöllun Live Science segir að allt velti þetta á áhrifum efna og hversu stóran skammt þurfi til og auðvitað hvað fólk ætlar sér að gera við efnið.

Segir miðillinn að taugaeitur séu almennt talin vera eitruðustu vopnin því það þurfi svo lítið af þeim til að valda miklu tjóni á mannslíkamanum og jafnvel dauða. Til dæmis þurfi aðeins 10 milligrömm af VX til að bana manneskju á nokkrum mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði

Bonnie Blue játar að hún eigi á hættu að fá HIV í vinnunni – Þénar 170 milljónir á mánuði
Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“