Live Science segir að í nýrri rannsókn, sem var gerð á músum, hafi vísindamenn uppgötvað áður óþekkta leið á milli heilans og úttaugakerfisins og gæti hún skýrt hvernig þessar ofskynjanir og mígreni tengjast.
Rúmlega einn milljarður manna fær mígrenikast/köst árlega og um fjórðungur þeirra fær fyrrgreindar ofskynjanir.
Vísindamenn vissu fyrir að þessar ofskynjanir tengjast „þunglyndi í heilaberkinum“ en það eru bylgjur óeðlilegrar virkni sem skella á heilanum og gera ákveðnar taugafrumur óvirkar tímabundið. Talið er að þessar bylgjur virki á einhvern hátt taugar, sem skynja sársauka, utan heilans, að hluta með því að senda efni í mænuvökvann en hann umlykur og gætir líffæra okkar.
En hvernig þessi efni komust til tauganna var ráðgáta en nú hafa vísindamenn fundi leið sem sumar þessara sameinda geta farið til að komast fram hjá vörnum heilans.
Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science, kemur fram að vísindamenn rannsökuðu þessa leið sem efnið fer fram hjá vörnum heilans. Þeir komust að því að efnið getur aukið flæði mænuvökva á ákveðnum svæðum en það þýðir að meira af prótíni og öðrum sameindum berst þangað og það getur valdið verkjum og bólgum sem aftur virkjar þær taugar sem miðla sársaukatilfinningu. Það er þetta sem knýr mígreni og tengir ofskynjanirnar við höfuðverkinn.