fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Hvarf leigubílstjóra vekur óhug – Hafði fengið sex tíma túr

Pressan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur leigubílstjóri er horfin eftir að hafa tekið að sér að aka farþega um 650 km leið frá Atlanta í Georgia-ríki til Jacksonville í Florida.

Maðurinn heitir Leonard John Beiner og er 57 ára gamall. Sonur hans hefur ekki náð sambandi við hann í tvær vikur og undanfarna viku hefur sími Leonards verið utan þjónustusvæðis. Hann hefur ennfremur verið óvirkur á samfélagsmiðlum.

Leonard hefur átt erfiða æfi og er ekki með fast heimili. Engu að síður þykir hvarf hans undarlegt og vekur óhug. Sonur hans, Jhaydon Ragsdale, trúir því þó ekki að einhver hafi unnið honum mein: „Hann á enga peninga. Hvers vegna ætti einhver að vilja drepa hann?“

Leonard hefur ekið fyrir leigubílastöðina Lyft. Þar á bæ segjast menn ekki sjá nein merki um að farþegi hafi stigið út úr bíl Leonards utan ríkisins. Leigubílastöðin segist vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja þeir að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Leonards.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon