Bandarískur leigubílstjóri er horfin eftir að hafa tekið að sér að aka farþega um 650 km leið frá Atlanta í Georgia-ríki til Jacksonville í Florida.
Maðurinn heitir Leonard John Beiner og er 57 ára gamall. Sonur hans hefur ekki náð sambandi við hann í tvær vikur og undanfarna viku hefur sími Leonards verið utan þjónustusvæðis. Hann hefur ennfremur verið óvirkur á samfélagsmiðlum.
Leonard hefur átt erfiða æfi og er ekki með fast heimili. Engu að síður þykir hvarf hans undarlegt og vekur óhug. Sonur hans, Jhaydon Ragsdale, trúir því þó ekki að einhver hafi unnið honum mein: „Hann á enga peninga. Hvers vegna ætti einhver að vilja drepa hann?“
Leonard hefur ekið fyrir leigubílastöðina Lyft. Þar á bæ segjast menn ekki sjá nein merki um að farþegi hafi stigið út úr bíl Leonards utan ríkisins. Leigubílastöðin segist vinna með lögreglu að rannsókn málsins og segja þeir að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Leonards.
Sjá nánar hér.