„Skórnir mínir eru svo sleipir,“ urðu lokaorð hinnar tvítugu Grace Rohloff sem lést í hræðilegu slysi í Yosemite-þjóðgarðinum bandaríska. Rohloff var þar í fjallgöngu ásamt Jonathan Rohloff, föður sínum, sem þau höfðu talsverða reynslu af.
Talsverð traffík var á þessum slóðum sem gerðu það að verkum að feðginin hægðu þá för sinni til þess að hleypa óreyndara fólki framhjá. Það gerði að verkum að Rohloff-feðginin lentu í miklum rigningastormi sem gerðu aðstæður afar krefjandi þar sem þau klifruðu niður afar brött þrep sem ligga upp á topp Half Dome-fjallsins.
„Hún rann bara fram af rétt fyrir fram mig og fór niður fjallið,“ er haft eftir föðunum. „Þetta gerðist svo hratt. Ég reyndi að grípa í hana en hún var þá þegar farin,“ er haft eftir Jonathan
Sjónarvottar af slysinu lýsa hræðilegri upplifun sinni en faðir stúlkunnar gat lítið annað gert en að bíða eftir viðbragðsaðilum. Þeir voru ekki komnir á vettvang fyrr en eftir þrjár klukkustundir og komu að Grace látinni.