fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Pressan

11 ára stúlka missti alla fjölskylduna sína í hörmulegu slysi

Pressan
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára stúlka í Bretlandi stendur eftir ein eftir að hún missti báða foreldra sína og tvær yngri systur í hörmulegu slysi síðastliðinn sunnudag. Söfnun var sett af stað fyrir stúlkuna á vefnum GoFundMe eftir slysið og hafa nú þegar safnast rúmar 60 milljónir króna. Fjölskyldan var búsett í Barnsley á Englandi.

Stúlkan, Poppie MorganRoller, ákvað að heimsækja vinkonu sína á meðan foreldrar hennar, Shannen og Shane, og systur hennar, Rubie og Lillie, skelltu sér á rúntinn á sunnudag. Á heimleiðinni lenti ökutæki þeirra í hörðum árekstri við mótorhjól með þeim afleiðingum að eldur kom upp í bifreiðinni og öll fjögur létust. Rubie var níu ára og Lillie fjögurra ára. Hjón á sextugsaldri voru á mótorhjólinu og létust þau einnig í slysinu.

Paul Hepple, vinur fjölskyldunnar, setti söfnunina af stað fyrir Poppie og segir hann að hún hafi sýnt ótrúlegan styrk eftir að veröldinni var kippt undan fótum hennar. „Nú þegar fjölskylda hennar er mikil óvissa varðandi framtíðina hjá Poppie,“ segir hann og bætir við að hún þurfi á öllum mögulegum stuðningi að halda.

Poppie var heima hjá Paul að leika við dóttur hans á sunnudag þegar hann fékk símtal um slysið seinni partinn. Vinir og ættingjar fjölskyldunnar hafa minnst fjölskyldunnar með hlýjum orðum á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Obama snýr bakinu við Biden

Obama snýr bakinu við Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana

Kona var skotin til bana, óvopnuð á sínu eigin heimili, af lögreglumanninum sem átti að vernda hana
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 1 viku

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io