fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Pressan

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Pressan
Föstudaginn 19. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt er enn á huldu um banatilræðið gegn fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump. Ungur maður að nafni Thomas Matthew Crooks ber ábyrgð á verknaðinum og undanfarna viku hefur alríkislögreglan FBI rannsakað hvað vakti fyrir þessum tvítuga manni sem hafði ekki áður komist í kast við lögin.

Crooks var einfari sem notaði ekki samfélagsmiðla mikið. Slíkt þykir mörgum líklega óvenjulegt en hafa ber þó í huga að jafnaldrar Crooks nota miðla á borð við Facebook í minna mæli heldur en eldri kynslóðirnar. Þessi kynslóð er hrifnari af miðlum þar sem efni er deilt myndrænt svo sem TikTok, Youtube, Snapchat og YouTube. Ljóst er að Crooks horfði á YouTube en þegar leyniþjónustan skaut hann til bana á laugardaginn var hann í bol sem er merktur vinsælli YouTube-rás fyrir áhugamenn um skotvopn. Hann notaði einnig miðilinn Discord sem er vinsæll meðal tölvuleikjaspilara.

Greint var frá því í vikunni að Crooks hafi birt færslu á tölvuleikjasíðunni Steam fyrir tilræðið þar sem hann sagði: „Frumsýningin mín verður þann 13. júlí. Fylgist með henni þróast“. Nú hefur FBI þó greint frá því að líklega sé um gervireikning að ræða.

Ætlaði sér líklega ekki að deyja

Crooks hafði einnig notað leitarvélar á netinu til að kynna sér dagsetningar á stórum viðburðum hjá bæði Trump og demókrataflokknum. Hann vistaði myndir af bæði Trump og forsetanum, Joe Biden og eins myndir af forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnsons sem er repúblikani, af Rudy Guiliani sem var lögmaður Trump og svo af saksóknaranum Fani Willis sem rannsakaði forsetakosningarnar í Georgiu árið 2020 sem leiddi til ákæru gegn Trump og öðrum.

Hann hafði eins farið á vettvang kosningafundarins áður en hann var haldinn, líklega til að kynna sér aðstæður og sjá hvernig landið liggur. Í bíl Crooks og á heimili hans fundust heimatilbúnar sprengjur.

Talinn hafa hótað skólafélögum

FBI segir að rannsókn þeirra hafi ekki leitt í ljós að Crooks hafi verið haldinn öfgakenndum stjórnmálaskoðunum og í raun fátt sem bendir til þess hvort hann sé hægri- eða vinstrisinnaður. Hann var flokksbundinn repúblikönum en hafði árið 2021, þá 17 ára, styrkt verkefni á vegum demókrata um 2 þúsund krónur.

„Við sátum tíma um bandarísk stjórnmál. Það var ein önn á síðasta árinu okkar í skólanum. Hann talaði ekkert um stjórnmálaskoðanir sínar,“ sagði fyrrum skólasystir Crooks við fjölmiðla.

Þegar hann lauk skyldunámi fékk hann verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræði og vísindum. Hann útskrifaðist svo í maí úr tveggja ára grunnnámi í verkfræði og stefndi á frekara verkfræðinám. Á meðan starfaði hann í mötuneyti á hjúkrunarheimili.

Hann átti að vera á vakt á laugardaginn en óskaði eftir því að fá frí. Hann sagðist þó mæta til vinnu á sunnudeginum. Á þakinu þar sem hann skaut Trump var hann í skotheldu vesti sem hjálpaði honum þó lítið þegar leyniþjónustan skaut hann í höfuðið. Heimatilbúin sprengja fannst í bifreið hans á svæðinu en hann hafði fjarstýringu tengda henni á sér. Talið er líklegt að hann hafi ætlað að sprengja upp bíl sinn til að skapa ringulreið sem gerði honum kleift að sleppa.

Crooks bregður fyrir í stuttri auglýsingu sem var tekin upp í gagnfræðaskólanum hans í Bathel Park áður en hann útskrifaðist. Auglýsingin var fyrir fjárfestingafélagið BlackRock. Þetta varð til þess að samsæriskenningar fóru á kreik enda hefur Trump boðið auðfólki á borð við því sem stendur að baki BlackRock birginn. BlackRock hefur tekið auglýsinguna úr dreifingu og segir í yfirlýsingu að það hafi verið kennari við skólann sem tók þátt í að gera auglýsinguna og að myndefni hafi verið tekið af kennaranum við kennslu. Þar hafi Crooks verið viðstaddur, en hann var ekki sérstaklega beðinn um að taka þátt í verkefninu og fékk ekki greitt fyrir það. Samsæriskenningasmiðum þótti sérstaklega grunsamlegt að auglýsingin var birt fyrst árið 2023 þegar Crooks útskrifaðist árið áður. Það er þó ekki óþekkt að myndefni sé tekið upp nokkru áður en það fer í dreifingu, en auglýsingin var tekin upp árið 2022 þegar Crooks var enn við nám í skólanum.

New York Post greinir nú frá því að Crooks hafi hótað að fremja skotárás í gagnfræðaskólanum sínum fyrir fimm árum síðan. Hótun hans varð til þess að fjöldi nemenda hélt sig heima þann daginn, en eftir að skólastjórnendur rannsökuðu málið varð niðurstaðan sú að líklega hafi engin alvarara verið að bak við þetta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 1 viku

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 1 viku

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts